Reykjalundur - 01.06.1961, Qupperneq 42

Reykjalundur - 01.06.1961, Qupperneq 42
Fyrir hans harðfylgi fékkst samþykkt á Al- þingi, frumvarp um stattfrelsi á gjöfum til S.Í.B.S. á skattárinu 1944, eftir að fjárveit- inganefnd hafði fellt það frumvarp. Við það tækifæri flutti hann eftirminnilega ræðu, sem síðar var prentuð í tímariti okkar í 6. árg. árið 1944. Þegar viðtekið var að teknar skyldu upp raddir þingmanna og geymdar á segulbandi, valdi Jóhann til upplesturs ræðuna, sem hann flutti fyrir málstað S.Í.S.S., fyrir mál- stað hinna sjúku og fátæku, og mun í þessu atriði felast mannlýsing og hún eigi óglögg. Jóhann Þ. Jósefsson var kjörinn heiðurs- félagi S.Í.B.S. árið 1944. S.Í.B.S. kveður nú með trega þennan góða vin og trúa stuðningsmann, og færir honum beztu þakkir fyrir ómetanlega hjálpfýsi og sanna vináttu. Ekkju Jóhanns, frú Magneu Þórðardóttur, dætrum þeirra og öllum öðrum aðstandend- um eru sendar kærar kveðjur, fluttar í samúð og hluttekningu. Þórður Benediktsson. Baldvin Baldvinsson. F. 21. des. 1908. — D. 16. ágúst 1961. Þann 16. ág. s. 1. lézt Baldvin Baldvinsson kjötiðnaðarmaður, Hólmgarði 14. Hann var 40 fæddur 21. des. 1908 að Stóru-Hámundar- stöðum á Árskógströnd við Eyjafjörð. For- eldrar hans voru hjónin Sólveig Stefánsdótt- ir og Baldvin Þorsteinsson, bæði af svo- nefndri Krossaætt, sem margir kannast við þar nyrðra. Síðar fluttu þau hjón að Ár- bakka í sömu sveit. Baldvin Baldvinsson ólst upp í heimahög- um þar nyrðra þar til hann á þrettánda ári missti móður sína. Skömmu síðar fór hann til frænda síns, Jóns Baldvinssonar í Neskaupstað, og var hjá honum fram yfir tvítugt, en fluttist svo til Hríseyjar norður, þar sem hann átti margt skyldmenna. Frá barnsaldri átti hann við að stríða mik- ið heilsuleysi og hélst það ævilangt. Tuttugu og fimm ára að aldri varð hann að leggjast inn á Kristsneshælið veikur af berklum, og má segja að næstu 7—8 árin síðan hafi hann, lengst af, orðið að dvelja innan hælis- veggja eða annarra sjúkrahúsa, allt fram yf- ir árið 1940, er hann útskrifaðist af hæli. Skömmu síðar giftist hann eftirlifandi konu sinni, Laufeyju Þórðardóttur, sem reyndist honum bezti ævifélagi og elur nú önn fyrir ungum og efnilegum syni þeirra, sem enn er á barnsaldri. Baldvin var dáður mjög af öllum sem bezt þekktu hann. Var hann þrátt fyrir þung- bært heilsuleysi, hinn mesti áhugamaður í starfi að hverju sem hann gekk. Hann var félagslyndur vel og naut trausts meðal fé- laga sinna í hvívetna. — Samtök berkla- sjúklinga munu þó framar öðru hafa átt hug hans, enda var hann frá fyrstu dögum SÍBS og þar til ævi hans lauk einn af virkustu liðsmönnum þess. Hann mun hafa setið flest þing SÍBS, verið starfandi í miðstjórn nokk- ur síðustu árin, átt sæti í stjórn Berklavarn- ar í Reykjavík árum saman, svo lítið eitt sé talið af félagslegu starfi hans. Það eru mörg ár síðan ég kynntist Bald- vin. Upphaf þeirra kynna er mér einkar minnisstætt. Það var vorið 1938. Það sumar hófust sjúkir menn á berkla- hælum handa um stofnun eigin samtaka til að skipuleggja framlag sitt í baráttu þjóð- arinnar gegn berklaveikinni, sem þá var og hafði verið um áratugi eitt hið mesta vanda- Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.