Reykjalundur - 01.06.1961, Page 46
I.A.S.
(Alþjóðasamband öryrkjafélaga brjóstholssjúkra).
Dagana 5.—9. okt. 1960 var haldinn í
Wien fundur 80 fulltrúa frá 11 löndum. Til-
gangurinn var, að ræða stofnun alþjóðasam-
bands félaga berklaöryrkja. Fundurinn var
haldinn að frumkvæði formanns svissnesku
berkla-öryrkja-félaganna, P. J. Kopp.
Félög berklaöryrkja frá eftirtöldum lönd-
um sendu fulltrúa: Austurríki, Danmörku,
Finnlandi, Hollandi, íslandi, Japan, Noregi,
Sviss, Svíþjóð, Tyrklandi og Þýzkalandi.
Sextán erindi voru flutt um berklavarna-
mál og sérstaklega um endurhæfingu eftir
meðferð og socielt öryggi berklaöryrkja í
áðurgreindum löndum. Auk þess fluttu lækn-
ar frá Þýzkalandi, Sviss og Austurríki
fræðsluerindi um endurhæfingu berklaör-
yrkja, og kvikmynd SÍBS var sýnd með
skýringum.
I umræðum er fram fóru síðar kom í ljós,
að allir voru á einu máli um, að Norðurlönd-
in stæðu feti framar á þessu sviði, en þau
önnur lönd, sem þarna áttu fulltrúa. Enn-
fremur var mjög áberandi hve traust og
skilningur ráðamanna á starfsemi öryrkjafé-
laganna var öflugri á Norðurlöndum en ann-
ars staðar og má þar fá nokkra skýringu á
árangursmeira starfi Norðurlanda-félaganna.
Var fróðlegt fyrir Norðurlandafulltrúana að
hlusta á þau vandamál Mið-evrópu-félaganna
sem nú voru efst á baugi, smithræðslu, göll-
uð tryggingakerfi og skilningsleysi valdhafa,
flest allt mál, er eitt sinn var þeirra vandi,
en nú löngu leyst.
Fulltrúar skoðuðu austurrísk hæli og
sjúkrahús, kynntu sér ennfremur starfsemi
austurrísku berklavarnafélaganna, sem eiga
í miklum fjárhagsörðugleikum og búa við
lítinn skilning, þrátt fyrir brýn verkefni.
í lok fundarins var einróma samþykkt að
stofna alþjóðasamband og kosin bráðabirgða-
stjórn til þess að búa til lög og stefnuskrá.
í bráðabirgðastjórn voru kosnir: P. J.
Kopp, formaður (Sviss), Oddur Ólafsson
(ísland), Hnut Willoch (Noregur), A.
Peclinokwsi (Austurríki), Rudolf Windolph
(Þýzkaland).
en ekki sízt, hlutleysi. Einmitt þeir höfuð-
kostir, er ég met mest. Og ekki skrökvaði
hún til framkomu sinnar. Enda uppfóstruð
á gömlu menningarheimili; fóstra hennar
var Kristín Ólafsdóttir í Nesi við Seltjörn —
og þarf þá ekki til fósturs að spyrja. En for-
eldrar Eyglóar voru vinnuhjú þeirra hjóna,
er unnu þeim með dyggð, og naut dóttirin
góðs af, er hún þurfti á að halda. Enda átti
„fóstra“ hefðarsæti í huga hinnar látnu konu.
Þær bera margar aðalsmerki, fóstrurnar ís-
lenzku, — minnist ég þar minnar eigin. —
Seinna kom ég inn í stofu hennar, þar var
hinn sami blær hreinleika yfir öllu. Mikið
er andrúmsloftið misjafnt umhverfis fólk,
44
bæði til sálar og líkama! Ég hugði gott til
grannskapar.
Mennirnir hyggja, en örlögin ráða. Nokkr-
um mánuðum siðar var Eygló hafin út í
sjúkrakörfu í sína síðustu för. Kveðjur okk-
ar voru látlausar, — við vissum báðar, að
hverju dró, en það var óþarfi að ræða það
neitt. Ég stóð við gluggann, er hún var hafin
inn í bílinn. Lítil vindgola lék í hári henn-
ar, — hún hafði ekki kært sig um að breiða
yfir það. Hún greip til höfuðsins, sömu fas-
prúðu tökum og vant var, og strauk hárið
aftur. Sál hennar hélt reisn sinni til enda.
Þannig er síðasta myndin. Mér hefur lið-
ið vel í stofunni hennar.
Helga frá Hólabaki.
Reykjalundur