Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 13

Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 13
SR. PÉTUR Þ. INGJALDSSON: Minningséra Friöriks Friörikssonar Við lát hins mikla æskulýðsleiðtoga, séra Friðriks Friðrikssonar, rifj- ast upp hjá mörgum drengjum hans góðar og helgar æskuminningar. Og þó að hann starfaði eigi hér í Húnaþingi, dvaldi hann þó þar í æsku og Norðurland var honum heilög jörð. Hann dvaldi með foreldrum sínum á Svínavatni frá 10 ára aldri. Faðir hans, Friðrik Pétursson smiður, smíðaði Höskuldsstaðakirkju, sem ber vott um mikinn hagleik liðinna, svo að eigi voru aðrar kirkjur reisu- legri né fegri þá. Að lokinni þessari kirkjusmíði, hóf hann byggingu Svínavatnskirkju, en lauk henni eigi, því hann varð veikur í ferð til Höfðakaupstaðar og andaðist á Höskuldsstöðum aðfangadag jóla 1880. Móðir séra Friðriks, Guðný Pálsdóttir varð og veik á þrettándanum 1881 og lá síðan 8 ár. Hún komst síðan til heilsu og andaðist í hárri elli hjá syni sínum Friðrik. Heimili hennar var nú leyst upp og fóru börn hennar á ýmsa staði. Séra Friðrik, sem var elztur, fór sem smali að Síðu í Höskuldsstaða- sókn og var fermdur á Höskuldsstöðum hafísvorið mikla 1881. Einmana var þessi fermingardrengur á kirkjugólfi, faðir hans nýgraf- inn við kirkjuvegginn, og móðir hans rúmföst í fjarlægri sveit. Hinn mikli gáfumaður séra Eggert Briem prestur á Höskuldsstöðum fann einstæðingsskap hins unga og gáfaða drengs og var honum hlýr og góðgjam. Árin liðu, löng mannsævi göfugs anda, sem hafði þreifað á handleiðslu drottins, einlæg barnstrú samfara þrá til menntunar varð til að kalla góða menn honum til brautargengis. Og er hann kom á fornar slóðir fyrst 75 ámm seinna, var fermingardrengurinn séra Friðrik, kunnasti æskulýðsleiðtogi lands vors. Öldurmannlegur, hvítur á hár og skegg, klæddur messuskrúða, gekk hann til kirkju sinnar, því nú var hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.