Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 13
SR. PÉTUR Þ. INGJALDSSON:
Minningséra Friöriks Friörikssonar
Við lát hins mikla æskulýðsleiðtoga, séra Friðriks Friðrikssonar, rifj-
ast upp hjá mörgum drengjum hans góðar og helgar æskuminningar.
Og þó að hann starfaði eigi hér í Húnaþingi, dvaldi hann þó þar í æsku
og Norðurland var honum heilög jörð.
Hann dvaldi með foreldrum sínum á Svínavatni frá 10 ára aldri.
Faðir hans, Friðrik Pétursson smiður, smíðaði Höskuldsstaðakirkju, sem
ber vott um mikinn hagleik liðinna, svo að eigi voru aðrar kirkjur reisu-
legri né fegri þá. Að lokinni þessari kirkjusmíði, hóf hann byggingu
Svínavatnskirkju, en lauk henni eigi, því hann varð veikur í ferð til
Höfðakaupstaðar og andaðist á Höskuldsstöðum aðfangadag jóla 1880.
Móðir séra Friðriks, Guðný Pálsdóttir varð og veik á þrettándanum
1881 og lá síðan 8 ár. Hún komst síðan til heilsu og andaðist í hárri elli
hjá syni sínum Friðrik. Heimili hennar var nú leyst upp og fóru börn
hennar á ýmsa staði.
Séra Friðrik, sem var elztur, fór sem smali að Síðu í Höskuldsstaða-
sókn og var fermdur á Höskuldsstöðum hafísvorið mikla 1881.
Einmana var þessi fermingardrengur á kirkjugólfi, faðir hans nýgraf-
inn við kirkjuvegginn, og móðir hans rúmföst í fjarlægri sveit.
Hinn mikli gáfumaður séra Eggert Briem prestur á Höskuldsstöðum
fann einstæðingsskap hins unga og gáfaða drengs og var honum hlýr
og góðgjam.
Árin liðu, löng mannsævi göfugs anda, sem hafði þreifað á handleiðslu
drottins, einlæg barnstrú samfara þrá til menntunar varð til að kalla
góða menn honum til brautargengis. Og er hann kom á fornar slóðir
fyrst 75 ámm seinna, var fermingardrengurinn séra Friðrik, kunnasti
æskulýðsleiðtogi lands vors. Öldurmannlegur, hvítur á hár og skegg,
klæddur messuskrúða, gekk hann til kirkju sinnar, því nú var hann