Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 55

Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 55
HÚNAVAKA 53 Skátahreyfingin. Upphaf skátahreyfingarinnar er það, að enskur herforingi úr Búa- stríðinu, fór með nokkra Lundúnadrengi í útilegu á óbyggða ey, árið 1907. Tilgangurinn var að leyfa þessum stórborgardrengjum að komast út í náttúruna og læra að bjarga sér á eigin spýtur. Herforinginn, sem hét Baden Powell, var þá nýkominn frá Afríku og þótti að vonum lífið hafa breytzt frá frjálsu útilífi Afríkubúa í tilbreytingarlaust götulíf stór- borgarinnar. Þessi tilraun bar svo góðan árangur, að haldið var áfram á sömu braut. Baden Powell setti hreyfingu þessari reglur og skipulagði starfið. Þessi hreyfing fór eins og eldur í sinu um flest öll þjóðlönd, og nú starfa skátafélög í flestum þeim löndum, sem félagafrelsi er í. Hreyfing þessi náði einnig til stúlkna, en þær starfa yfirleitt í sérfélög- um. Aðeins örfá lönd leyfa samfélög stúlkna og pilta og var Island meðal fyrstu landa, sem slíkt leyfði. Árið 1938 var drcngjaskátafélag stofnað hér á Blönduósi, að áeggjan Karls Helgasonar póst- og símstöðvarstjóra. Nokkrum árum síðar var stofnað skátafélag stúlkna. Þessi félög störfuðu hvort um sig um áratug. Aftur var stofnað skátafélag drengja 1958 og árið eftir gengu stúlkur í félagið og starfar þetta félag vel eins og stendur. I stuttu máli er tilgangur skátastarfsins að gefa unglingum tækifæri til þess að fullnægja athafnaþörf sinni í hollu umhverfi, þar sem áherzla er lögð á orðheldni, hjálpsemi og virðingu fyrir guðstrú og þjóðlegum verð- mætum. Skátar starfa saman í flokkum 5-8 saman og eru þeir heild út af fyrir sig. Hver og einn hefir ákveðið starf að inna af höndum og enginn verð- ur utanveltu. Skátar taka mörg próf, sem eiga það öll sameiginlegt að gera þá hæfari í lífsbaráttunni og um leið gerir þeim auðveldara að standa við kjörorð sitt, sem er „Vertu viðbúinn" hverju sem að höndum kann að bera. En þótt margt sé starfað í skátafélögunum, þá er þó fyrst og fremst glaðværð og fjör, sem mótar skátastarfið, en jafnframt umburðarlyndi. Allir skátar eru tengdir bræðraböndum sameiginlegra hugsjóna, án tillits til skoðana, stétta, litar eða trúar. Skátafélögin stuðla þess vegna að því að ná hinu þráða markmiði mannkynsins: Friði á jörð. Jón Isberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.