Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 48

Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 48
46 H Ú N AVA K A Þá hafa farið með hlutverk í mörg ár: Helga Guðmundsdóttir, Nanna Tómasdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Þorgerður Sæmundsen, Snorri Arnfinnsson, Hjálmar Eyþórsson, Skúli Pálsson, Baldur Sigurðs- son, Osk Skarphéðinsdóttir, Sigurgeir Magnússon og Þórður Pálsson. Þótt þessi nöfn séu nefnd eru fjölmargir fleiri, bæði konur og karlar, sem komið hafa á sviðið í fleiri eða færri skipti. En það eru líka fleiri en leikararnir, sem hafa í mörg ár starfað að þessum málum og lagt þeim lið, má ])ar til nefna hvíslara, Ara Guð- mundsson, leiksviðsmenn Guðmann Hjálmarsson og Ottó Finnsson og aðra hjálparmcnn og konur, sem veitt hafa mikla hjálp við búninga og fleira. Margir hafa sýnt leikfélaginu hlýhug og margar eru þær húsmæður, sem hafa veitt kaffi til hressingar á æfingum og sýningardögum. Ollu þessu fólki er leikfélagið mjög þakklátt, skilningur og hlýhugur fólks- ins er ómetanlegur stuðningur í hverju starfi. Auk þeirra félaga, sem nú hafa verið nefnd, hafa oft sýnt hér smærri leikrit, kvenfélagið Vaka, kvennaskólinn og barnaskólinn o. fl. Leikfélagar hafa jafnan að- stoðað þessa aðila með láni á leiktjöldum og fatnaði og andlitsförðun. Samkomuhúsið var byggt árið 1926 og þar hefur jafnan verið leik- ið siðan. I mörg ár var íbúð á neðri hæð hússins og því ekkert búnings- herbergi fyrir leikara. Var oft erfiðleikum bundið að útbúa stóran hóp leikenda, oftast 12—16 manns og nú finnst manni næstum óskilj- anlegt, hvernig hægt var að framkvæma mörg þessi verkefni við slík- ar aðstæður. En bak við þessa starfsemi lágu sterk öfl. Það var ákveðin hugsjón þessa fólks að leiksýningar væru til menningarauka í héraðinu og var því alltaf leitast við að velja leikrit og flytja þau svo vel, sem aðstæð- ur og kraftar leyfðu. Allt þetta starf hefur verið leyst af hendi endurgjaldslaust af vinn- andi fólki, sem hefur varið til þess sinum hvíldartíma, og starfið hef- ur verið mikið. Það er áreiðanlegt að fæstir áhorfenda renna huga til þess, hversu mikil vinna stendur á bak við flutning á 2—3 tíma sjón- leik, og hversu miklum erfiðleikum það er háð, að fá á hverjum tíma góða krafta í öll hlutverk í jafn fámennu kauptúni, sem hér er. Það mun ekki fjarri lagi áætlað, að hver þátttakandi í einu slíku leik- riti fórni sem svarar 130 vinnustundum til æfinga og sýninga og þar að auki er svo öll undirbúningsvinna við leiksvið, búninga og fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.