Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Síða 45

Húnavaka - 01.05.1961, Síða 45
HÚNAVAKA 43 Oft hefir verið um það rætt á undanförnum árum, að nauðsynlegt væri að byggja hér sundlaug, en málið hefir svo ekki komist lengra, ekkert hefir verið gert. En þetta virðist þó engan veginn vera ofraun fyrir okkur Blönduósinga — að koma upp okkar eigin laug — enda fjölmörg kauptún af okkar stærð og minni, sem hafa fyrir löngu eignast þessi sjálfsögðu þægindi Má benda á það, sem næst er, Skagaströnd, sem mörg undanfarin ár hefir átt og starfrækt sundlaug. Stærð henn- ar er 5x12,5 metrar, og er hún starfrækt ca. 1 mánuð á ári hverju, óslitið, og svo ef til vill eitthvað þar fyrir utan. Reksturskostnaður hefir numið 10—12 þúsund krónum árlega, en upp í þetta kemur svo styrk- ur frá sýslunni, sem hefir verið 8 þús. krónur árlega. Fyrir utan þennan kostnað eru svo laun kennara, viðhald og fleira. Það verður að taka með í kostnaðarhliðinni, að laugin fær heitt af- gangsvatn frá frystihúsinu, sennilega með góðu verði, og gerir það sitt til þess að halda reksturskostnaðinum niðri. Mörgum finnst ef til vill þessi laug of lítil, og satt er það, ekki er hún stór, en eftir því sem laugin er stærri, verður uppgufun úr henni meiri, og því upphitun vatns og reksturskostnaður meiri, verður því að stilla stærðinni í hóf, þótt segja megi að ekki muni miklu á stofn- kostnaði, þótt um nokkru stærri laug væri að ræða. Lika má benda á í þessu sambandi, að stærri staðir, svo sem Ke-flavík hafa látið sér nægja stærðina 6x12,5 metra. A almennum sveitafundi, sem haldinn var hér á Blönduósi í síðast- liðnum mánuði var upplýst af oddvita, að nauðsynlegt væri að stækka barnaskólahúsið allverulega, og það helzt á næsta ári. Börnunum fjölg- ar ört og húsrými skólans er orðið ófullnægjandi nú þegar. I þessu sambandi bar ég fram þá tillögu, hvort ekki væri hægt að byggja þarna um leið sundlaug við skólann, það hefði marga kosti í för með sér, svo og sparnað, t.d. mundu sparast búningsklefar, herbergi fyrir umsjónarmann, klósett o. fl., en allt þetta mundi skólinn geta lagt til. Líka hefir verið minnst á að reyna að nýta afgangshita frá gufukatli Mjólkurstöðvarinnar til upphitunar, en órannsakað er enn hvort þetta er hægt, en væri svo, þyrfti auðvitað að byggja laugina ekki langt frá, væri hægt að ná samningum við stjóm samlagsins um afnot hitans. Og þá kemur stóra spurningin, hvað mundi þetta kosta? Um það er ekki hægt að segja, því kostnaðaráætlun hefur engin verið gerð, en hér er óneitanlega til mikils að vinna fyrir okkur hreppsbúa, þótt nokk-

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.