Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 31

Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 31
HUNAVAKA 29 að koma að Ási, þó að menn eigi ekkert erindi, og það eigum við áreið- anlega eftir að gera. — En nú er það Húnavakan — og við vildum fá að fræðast nokkuð af Guðmundi í sambandi við hans stóra fjárbú og gifturíka búrekstur. ,,Búskap,“ svarar Guðmundur. ,,Ég get ekkert sagt ykkur um hann. Það væri þá frekar um Ungmennasambandið og Húnavökuna.“ Og nú komumst við að því að þessi athafnasami stórbóndi hefur um langt árabil verið virkur og áhrifaríkur ungmennafélagi og formaður U.S.A.H. í 7-8 ár. „Hvernig líst þcr á þessa hugmynd okkar að gefa út blað í sambandi við Húnavöku?“ spyrjum við. „Agætlega — mjög vel — “ segir Guðmundur. Þetta svar er okkur mikið ánægjuefni. Svo hefur Guðmundur orðið. „Upphaf Húnavökunnar. Fyrir nær 15 árum var fyrst komið hér á tveim skemmtidögum, sem kallaðir voru gleðidagar. En fyrstu tildrög Húnavökunnar voru þau, að nokkrir Húnvetningar komu saman á Hótel Blönduósi og ræddu um félags- og skemmtimál byggðarinnar. Upphaflega átti vakan aðeins að vera 6 daga, en vegna mikillar að- sóknar varð að fjölga dögum jafnvel upp í 8. Fyrst var til þess ætlast, að hér væri jöfnum höndum um að ræða fræðslu og skemmtun. En fræðsluþátturinn hefur því miður að mestu horfið af vettvangi vökunnar. A tímabili var mikið af aðfengnum skemmtikröftum, en nú hefur meira færst í það horf að héraðsbúar sjálfir leggi til skemmtikrafta og tel ég það mikla og ánægjulega framför. Oft var aðsókn að vökunni svo mikil að erfitt var að koma inn fólki, þar sem húsrúm til skemmtanahalds var takmarkað. Mér er sérstaklega minnisstætt, að einu sinni varð ég hræddur um að fólkið blátt áfram træðist undir. Þá komu meðal annarra 70 unglingar af Reykjaskóla.“ „Hvert gildi telur þú að Húnavakan eigi að hafa og hafi fyrir Húna- byggð?“ „Að gefa fólkinu í héraðinu kost á að njóta góðra skemmtana. Sjá leiksýningar, góðar kvikmyndir, hlusta á fræðsluerindi og fleira. Þannig má auka samhug og kynningu fólksins í dreifbýlinu og gefa því kost á hliðstæðu við það, sem fjölbýlið býður upp á. Þetta er þáttur í viðnámi byggðarinnar gegn fólksflótta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.