Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Side 31

Húnavaka - 01.05.1961, Side 31
HUNAVAKA 29 að koma að Ási, þó að menn eigi ekkert erindi, og það eigum við áreið- anlega eftir að gera. — En nú er það Húnavakan — og við vildum fá að fræðast nokkuð af Guðmundi í sambandi við hans stóra fjárbú og gifturíka búrekstur. ,,Búskap,“ svarar Guðmundur. ,,Ég get ekkert sagt ykkur um hann. Það væri þá frekar um Ungmennasambandið og Húnavökuna.“ Og nú komumst við að því að þessi athafnasami stórbóndi hefur um langt árabil verið virkur og áhrifaríkur ungmennafélagi og formaður U.S.A.H. í 7-8 ár. „Hvernig líst þcr á þessa hugmynd okkar að gefa út blað í sambandi við Húnavöku?“ spyrjum við. „Agætlega — mjög vel — “ segir Guðmundur. Þetta svar er okkur mikið ánægjuefni. Svo hefur Guðmundur orðið. „Upphaf Húnavökunnar. Fyrir nær 15 árum var fyrst komið hér á tveim skemmtidögum, sem kallaðir voru gleðidagar. En fyrstu tildrög Húnavökunnar voru þau, að nokkrir Húnvetningar komu saman á Hótel Blönduósi og ræddu um félags- og skemmtimál byggðarinnar. Upphaflega átti vakan aðeins að vera 6 daga, en vegna mikillar að- sóknar varð að fjölga dögum jafnvel upp í 8. Fyrst var til þess ætlast, að hér væri jöfnum höndum um að ræða fræðslu og skemmtun. En fræðsluþátturinn hefur því miður að mestu horfið af vettvangi vökunnar. A tímabili var mikið af aðfengnum skemmtikröftum, en nú hefur meira færst í það horf að héraðsbúar sjálfir leggi til skemmtikrafta og tel ég það mikla og ánægjulega framför. Oft var aðsókn að vökunni svo mikil að erfitt var að koma inn fólki, þar sem húsrúm til skemmtanahalds var takmarkað. Mér er sérstaklega minnisstætt, að einu sinni varð ég hræddur um að fólkið blátt áfram træðist undir. Þá komu meðal annarra 70 unglingar af Reykjaskóla.“ „Hvert gildi telur þú að Húnavakan eigi að hafa og hafi fyrir Húna- byggð?“ „Að gefa fólkinu í héraðinu kost á að njóta góðra skemmtana. Sjá leiksýningar, góðar kvikmyndir, hlusta á fræðsluerindi og fleira. Þannig má auka samhug og kynningu fólksins í dreifbýlinu og gefa því kost á hliðstæðu við það, sem fjölbýlið býður upp á. Þetta er þáttur í viðnámi byggðarinnar gegn fólksflótta.

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.