Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 50
48
HÚNAVAKA
Þetta á kannski ekki sízt við um þátttöku kórsins í Húnavökunni
eftir að hún komst á laggirnar.
Gilcii söngsamtaka í fámenninu og strjálbýlinu liggur ekki eingöngu
d því, að ná sem lengst í listrænum flutningi viðfangsefna, enda er þar
við ramman reip að draga í samkeppninni við þá, sem hægari eiga
aðstöðuna. Það byggist engu síður á því, að einstaklingarnir, sem að
slíkum félagsskap standa, finni í starfinu sjálfu fullkomin laun alls
erfiðis síns og að þrátt fyrir alla vankanta og vangetu hafi þeir ekki efni
á að strika þennan J>átt úr dagsönn sinni.
Það er einmitt þetta, sem á liðnum árum hefir haldið lífinu í Karla-
kór Bólstaðarhlíðarhrepps og öðrum sambærilegum félagsskap víða um
landsbyggðina. Neistinn var til staðar og Jrótt ekki yrði af honum bál,
sem lýsti víða vegu, kveikti hann Joó gjarna þann eld, sem einhverjum
Jjótti gott að orna sér við.
Jónas Tryggvason.
Karlakórinn sér um dagskrá á Húnavökunni á miðvikudag kl. 8 og
á laugardag kl. 5.
Nokkur orð frá Vökumönnum.
Haustið 1958 tóku nokkrir áhugasamir ungir menn í Torfalækjar-
hreppi sig til og hófu undirbúning að stofnun karlakórs.
Fyrst var hugmyndin að halda sig við Torfalækjarhrepp sem félags-
svæði, en fljótt kom í ljós, að ekki fengust J>eir söngkarftar þar, sem
nauðsynlegir voru, og var því farið að leita fyrir sér um félaga í
nágrenninu.
Söngæfingar hófust í nóvember, en 28. jan. 1959 var formlega
stofnað kórfélag, samþykkt lög og kosin stjórn fyrir félagið. I lögum
félagsins segir m. a.: — „Félagssvæðið skal ekki vera fastákveðið, en
leitast við á hverjum tíma, að félagarnir séu sem flestir úr Torfa-
lækjarhreppi.“
Fyrsti söngur kórsins var 28. febrúar sama ár. Þá söng kórinn á
innansveitarskemmtun, sem haldin var á vegum kórsins að Köldu-
kinn II.
Félagarnir fyrsta veturinn voru 10, og skiptust þannig í raddir,
þrír sungu fyrsta tenór, tveir annan tenór, tveir fyrsta bassa og þrír