Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 37

Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 37
HÚNAVAKA 35 köllum innskeif, og það langt um of. Það kom líka á daginn að álit mitt á gölluðum fótaburði hennar var rétt (enda er ég Skagfirðingur eins og þú veizt, og vanur að veita fótaburði gæðinga eftirtekt). Það skipti engum togum, konan krækti tám vinstri fótar aftur fyrir hæl hins hægri, og hentist yfir sig, þannig að pils féllu fram yfir höfuð og annar skór hennar hentist langt burtu. Eg rauk þangað, sem konan lá, greinilega afvelta í lægð við vegar- brún, og tók þétt, en þó svo mjúklega sem ég kunni, annarri hendi undir herðar henni, en hinni um vinstri handlegg. Ég var staðráðinn til viðreisnarátaka konunni og hafði hraðann á, enda náði hún fótfestu í snatri. „Meiddust þér eitthvað, frú?“ — Því eftir átökin var mér ljóst, að frú var þetta en ekki fröken. Lakara væri nú ef hún reyndist nú eitthvað brengluð eða ofteygð. Hún gegndi engu spurningu minni, en ég sá hún stóð öðrum fæti hlífarlausum og stökk eftir skónum. „Hér er skórinn yðar, gjörið svo vel.“ Ekkert svar. Hún leit bara þykkjulega til mín. Sá ekki betur en reiðiglampa brygði yfir tillitið, er ég rétti henni skóinn, vissi ekki hvort hún var reið við mig fyrir þetta, sem bæði ég og aðrir hlutum að kalla kurteisa hjálp, eða hún var bara reið við skóinn fyrir að hendast svona langt í burtu, — maður getur svo sem reiðst við dauða hluti. Hún mælti ekki eitt þakkarorð fyrir viðreisn- ina, sagði ekki svo mikið sem svei' þér fyrir vikið. Ef til vill var hún bara gröm sjálfri sér, fyrir misheppnun fótaburðar síns. „Já, frú,“ sagði ég. „Slæm eru nú stundum handaskolin, en fóta- feilin geta orðið hvimleið líka.“ Ekkert svar og ekki mýktist svipur henn- ar. Eiginlega voru húðarskammir í tillitinu til mín og nú fann ég hvað henni þótti. Hún var gröm yfir því að ég skyldi slangra þarna að til að verða sjónarvottur að óhappi hennar. Hún reigsaði af stað, með ákveðinn þótta í svip og hreyfingum og ég hélt í sömu átt sem hún, hugsandi á þá leið, að fyrst ég hafði nú orðið áhorfandi að fótglöpum hennar og byltum, og hjálpað henni til líkamlegrar réttstöðu, þá skyldi ég fylgjast með henni ögn lengur. Kannski átti hún vanda til svona fallvelti. Ég þekkti svo sem til þess með blesóttu uppáhaldshryssuna mína heima, sem eftir að hún hafði eitt sinn lagst afvelta, sótti alltaf í sama far fyrir henni — einkum í haustholdum. Konan brunaði áfram. Sýnilega hafði hún ekkert úr skorðum gengið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.