Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 51

Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 51
•HÚNAVAKA 49 annan bassa. Söngstjórn annaðist undirritaður. Ég gerði mér það stra.v ljóst, hvílíkan vanda ég tók mér á hendur með þessu starfi, en ég taldi Jrá, og tel enn, að einskis megi láta ófreistað til þess að örlítið félagslíf geti verið starfandi í fámennri sveit. Kórinn hefur sungið nokkuð oft opinberlega, t. d. hefur hann sung- ið fjórum sinnum á Blönduósi, tvisvar á Hvammstanga og einu sinni á Skagaströnd. Auk þess á árshátíðum kórsins, sem haldnar hafa verið á Blönduósi, en það er skemmtun, sem ætlað er að verði fastur iiður í starfsemi kórsins. Þangað býður hver starfandi kórfélagi þremur gest- um á kostnað kórfélagsins, auk gesta, sem kórinn býður sameiginlega. Söngæfingar kórsins hafa farið fram í barnaskólanum á Blönduósi í vetur og fyrravetur. Þökkum við skólanefnd barnaskólans góða fyrir- greiðslu og sérstaklega þökkum við skólastjóranum, Þorsteini Matthías- syni, alla hans fyrirhöfn í sambandi við æfingar okkar. Ljúft og skylt er mér að láta þess getið hér, að óhugsandi er, að kórinn hefði náð þeim árangri í starfi sínu sem þó er, hefði hann ekki notið ágætrar tilsagnar Guðmanns Hjálmarssonar á Blönduósi, má segja að hann hafi verið þjálfari kórsins frá byrjun. Færi ég honum beztu þakkir fyrir alla hans góðu hjálp mér til handa. í vetur hafa verið 12 starfandi félagar í kórnum. Ollum félögum mínunr þakka ég gott samstarf á liðnum árum og er þess fullviss, að karlakórinn „Vökumenn11 á eftir að starfa lengi enn, og þroska félaga sína á margan hátt um leið og þeir vinna saman að einum göfugasta félagsskap, sem til er, söngfélagsskapnum. Kristófer Kristjánsson. „Vökumenn“ syngja á Húnavökunni á annan í páskum kl. 8. Kvenfélagið „Vaka“ Kvenfélagið „Vaka“ er nú orðið 33 ára. Heimili Jress og varnar- ■þing er á Blönduósi. Félagið var stofnað 8. jan. 1928, „með 11 kon- um, búsettum á Blönduósi“ eins og komist er að orði í fyrstu fundar- gerð félagsins. Það leynir sér ekki, þegar blaðað er í bókum „Vöku“ að konurnar hafa starfað með ósérplægni að áhugamálum sínum, og ekki er að efa að félagið býr að því enn hve vel hefur verið vandað til þess í byrjun, enda bera fyrstu fundargerðirnar þess ljósan vott, að hér voru að verki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.