Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Page 51

Húnavaka - 01.05.1961, Page 51
•HÚNAVAKA 49 annan bassa. Söngstjórn annaðist undirritaður. Ég gerði mér það stra.v ljóst, hvílíkan vanda ég tók mér á hendur með þessu starfi, en ég taldi Jrá, og tel enn, að einskis megi láta ófreistað til þess að örlítið félagslíf geti verið starfandi í fámennri sveit. Kórinn hefur sungið nokkuð oft opinberlega, t. d. hefur hann sung- ið fjórum sinnum á Blönduósi, tvisvar á Hvammstanga og einu sinni á Skagaströnd. Auk þess á árshátíðum kórsins, sem haldnar hafa verið á Blönduósi, en það er skemmtun, sem ætlað er að verði fastur iiður í starfsemi kórsins. Þangað býður hver starfandi kórfélagi þremur gest- um á kostnað kórfélagsins, auk gesta, sem kórinn býður sameiginlega. Söngæfingar kórsins hafa farið fram í barnaskólanum á Blönduósi í vetur og fyrravetur. Þökkum við skólanefnd barnaskólans góða fyrir- greiðslu og sérstaklega þökkum við skólastjóranum, Þorsteini Matthías- syni, alla hans fyrirhöfn í sambandi við æfingar okkar. Ljúft og skylt er mér að láta þess getið hér, að óhugsandi er, að kórinn hefði náð þeim árangri í starfi sínu sem þó er, hefði hann ekki notið ágætrar tilsagnar Guðmanns Hjálmarssonar á Blönduósi, má segja að hann hafi verið þjálfari kórsins frá byrjun. Færi ég honum beztu þakkir fyrir alla hans góðu hjálp mér til handa. í vetur hafa verið 12 starfandi félagar í kórnum. Ollum félögum mínunr þakka ég gott samstarf á liðnum árum og er þess fullviss, að karlakórinn „Vökumenn11 á eftir að starfa lengi enn, og þroska félaga sína á margan hátt um leið og þeir vinna saman að einum göfugasta félagsskap, sem til er, söngfélagsskapnum. Kristófer Kristjánsson. „Vökumenn“ syngja á Húnavökunni á annan í páskum kl. 8. Kvenfélagið „Vaka“ Kvenfélagið „Vaka“ er nú orðið 33 ára. Heimili Jress og varnar- ■þing er á Blönduósi. Félagið var stofnað 8. jan. 1928, „með 11 kon- um, búsettum á Blönduósi“ eins og komist er að orði í fyrstu fundar- gerð félagsins. Það leynir sér ekki, þegar blaðað er í bókum „Vöku“ að konurnar hafa starfað með ósérplægni að áhugamálum sínum, og ekki er að efa að félagið býr að því enn hve vel hefur verið vandað til þess í byrjun, enda bera fyrstu fundargerðirnar þess ljósan vott, að hér voru að verki

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.