Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 44

Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 44
JÓN S. BALDURS: Sundlaugá Blönduósi. Sund hefir lengi verið í heiðri haft hér á íslandi, bæði sem gagnleg íþrótt, heilsuvernd og heilsubót. Má minna á margar sagnir úr forn- sögum vorum, og allt fram til þessa dags, er sanna þetta, en ekki er ætlunin að fara að rifja slíkar sagnir upp hér, enda óþarft, til þess eru þær öllum almenningi of kunnar. Á niðurlægingartímabili þjóðarinnar féll sund, svo og aðrar íþróttir að mestu niður um langan tíma, og má segja að ekki hafi farið að rofa til í þeim málum fyrr en eftir síðustu aldamót, en þá voru íþróttaiðk- anir teknar upp á ný, aðallega og mest fyrir forgöngu ungmennafélag- anna, sem höfðu slík mál á stefnuskrá sinni, ásamt öðrum framfara- og menningarmálum. Síðan má segja að vaxandi áhugi og aukin afrek hafi haldizt allt fram á þennan dag, og verður svo vonandi um langa framtíð. Nú eru íþróttir og leikfimi kennd í flestum skólum landsins, og þar á meðal er að sjálfsögðu sund, sem er skyldunámsgrein, og verða öll börn og unglingar að ljúka prófi í því eins og öðrum námsgreinum. Við Blönduósingar erum illa settir í þessum málum. Við cigum enga sundlaug, hún er ekki til á staðnum. Verða þeir, sem sund þurfa að læra að fá þá kunnáttu annars staðar. Flestir fara að Reykjum á Reykjabraut, aðrir á Reykjaskóla eða aðra fjarliggjandi staði. Allt er þetta mjög óþægilegt fyrir börnin, kostnaðarsamt og ófullnægjandi á margan hátt, og það sem verst er, engin aðstaða er hér heima að loknu prófi til þess að halda þessari kunnáttu við, sem er þó bráðnauð- synlegt, svo og til ánægju og heilsubótar þeim er það stunda. Má örugglega gera ráð fyrir, að væri sundlaug til staðar, mundi hún mikið notuð af unglingum, eftir að þeir hafa lokið prófi, og einnig af fullorðnu fólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.