Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 18

Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 18
16 HÚNAVAKA lagði af stað heimleiðis. Húsráðendur vildu að hann gisti, en því var ekki nærri komandi. Ekki er Jjess getið, að honum væri boðin fylgd og hvarf hann sjónum heimamanna, einn saman út í náttmyrkrið og hríð- armugguna. Prestur kom ekki heim að Auðkúlu um kvöldið eða nóttina. Um morg- uninn var farið að leita hans. Fannst hann dauður við vatnið eða á því, illa útleikinn, beinbrotinn og sundurtættur og traðk mikið allt um kring. Fólk var þess fulltrúa, að hér hefði draugur að unnið, sendur presti af Vestfjörðum, en sumir héldu að Borgfirðingar eða Dalamenn hefðu sent þessa ókind. Messudaginn á Svínavatni, þóttist fólk hafa séð, að maður lá á ísnum úti á vatninu og setti upp borðstóla. Það átti að vera draugurinn. En í hvers konar mynd, sem ári þessi var og hvaðan, sem hann var sendur voru menn sammála um, að hann hefði unnið á séra Sigurði. Andláts séra Sigurðar er getið í samtíma annálum. Má á þeim sjá að dauða hans hefur þótt bera að með annarlegum hætti. Kjósarannáll segir að hann hafi „orðið úti á víðavangi með sérlegum atburði að sagt var“. Seiluannáll og Vallholtsannáll segja nánar frá hvemig þeir voru þessir „sérlegu atburðir“. í Seiluannál segir: „Deyði prestur frá Auð- kúlustöðum í Svínadah reið frá Svínavatni og heimleiðis á nóttu einn saman, lítt drukkinn. Fannst um morguninn, hesturinn og fötin af hon- um, sitt í hverjum stað, en hann í öðru lagi örendur“. Vallholtsannáll bætir við merkilegri vitneskju. Hann segir, að slysið hafi orðið 21. janúar og prestur hafi drukkið kvöldið fyrir í Dal (Stóra- dal). Það er því hætt við, að nokkurt ryk hafi verið í honum, er hann kom að Svínavatni og ekki víst að hann hafi setið þar þurrbrjósta eftir messu. Það getur því verið efasamt, að hann hafi verið lítið drukkinn, er hann fór þaðan um nóttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.