Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Síða 18

Húnavaka - 01.05.1961, Síða 18
16 HÚNAVAKA lagði af stað heimleiðis. Húsráðendur vildu að hann gisti, en því var ekki nærri komandi. Ekki er Jjess getið, að honum væri boðin fylgd og hvarf hann sjónum heimamanna, einn saman út í náttmyrkrið og hríð- armugguna. Prestur kom ekki heim að Auðkúlu um kvöldið eða nóttina. Um morg- uninn var farið að leita hans. Fannst hann dauður við vatnið eða á því, illa útleikinn, beinbrotinn og sundurtættur og traðk mikið allt um kring. Fólk var þess fulltrúa, að hér hefði draugur að unnið, sendur presti af Vestfjörðum, en sumir héldu að Borgfirðingar eða Dalamenn hefðu sent þessa ókind. Messudaginn á Svínavatni, þóttist fólk hafa séð, að maður lá á ísnum úti á vatninu og setti upp borðstóla. Það átti að vera draugurinn. En í hvers konar mynd, sem ári þessi var og hvaðan, sem hann var sendur voru menn sammála um, að hann hefði unnið á séra Sigurði. Andláts séra Sigurðar er getið í samtíma annálum. Má á þeim sjá að dauða hans hefur þótt bera að með annarlegum hætti. Kjósarannáll segir að hann hafi „orðið úti á víðavangi með sérlegum atburði að sagt var“. Seiluannáll og Vallholtsannáll segja nánar frá hvemig þeir voru þessir „sérlegu atburðir“. í Seiluannál segir: „Deyði prestur frá Auð- kúlustöðum í Svínadah reið frá Svínavatni og heimleiðis á nóttu einn saman, lítt drukkinn. Fannst um morguninn, hesturinn og fötin af hon- um, sitt í hverjum stað, en hann í öðru lagi örendur“. Vallholtsannáll bætir við merkilegri vitneskju. Hann segir, að slysið hafi orðið 21. janúar og prestur hafi drukkið kvöldið fyrir í Dal (Stóra- dal). Það er því hætt við, að nokkurt ryk hafi verið í honum, er hann kom að Svínavatni og ekki víst að hann hafi setið þar þurrbrjósta eftir messu. Það getur því verið efasamt, að hann hafi verið lítið drukkinn, er hann fór þaðan um nóttina.

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.