Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 12

Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 12
10 HÚNAVAKA hægt að koma á fræðslu- og skemmtiviku Húnvetninga með áþekku sniði og tíðkast hafði í Skagafirði um alllangt skeið. Ekki er þess að dyljast að höfundar hugmyndarinnar hugsuðu sér skemmtiviku þessa með nokkuð öðrum hætti en nú er hafður á um Húnavöku, en það nafn fundu fljótt upp orðsnjallir menn, góðu heilli. Á bak við Húnavökuna lá hugsjón. Hugsjón, sem frá öndverðu hefur verið innsti kjarni ungmennafélaganna. Mætti auðveldlega einkenna hann þannig: Fræðsla, starf, skemmtun. Húnavakan var hugsuð sem aflvaki félagslífs og framkvæmda í Húna- þingi. Fræðandi erindi, skáldaþing, umræður um héraðsmál og önnur áhugamál manna, ásamt skemmtunum hvers konar. Sem sagt: Húna- vakan átti að vera samnefnari Húnvetninga og sýna jafnan það bezta, er til væri. Enginn má skilja orð mín svo, að allt hafi farið aflaga, þvert á móti. Húnavakan hefur verið viðburður vetrarins í fábreytni daganna. Margt hefur verið stórvel gert, eins og leikstarfsemi og söngur og margt fleira. - Þessa ber að minnast og þakka. En gætum við ekki aukið fjölbreytnina, aukið menningarblæinn? Þetta litla rit, sem nú hefur göngu sína og er liður í vaxandi fjöl- breytni vökunnar, uppfyllir að nokkru órættan draum. Þá ósk á ég bezta á þessum tímamótum að enn lifi gamlar glæður hugsjónanna og nýjar fæðist - þá mun bjart yfir Húnaþingi. INGVAR PÁLSSON, Balaskarði: Á FERÐALAGI. Oft hefur hresst um ævi-svið að eiga nesti í tösku. Nú er bezt að búa við bara hest og flösku. STAKAN. Stakan yljar eins og fyrr. Innra finnst mér hlýna, þó að fagrar frostrósir faðmi glugga mína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.