Húnavaka - 01.05.1961, Qupperneq 12
10
HÚNAVAKA
hægt að koma á fræðslu- og skemmtiviku Húnvetninga með áþekku
sniði og tíðkast hafði í Skagafirði um alllangt skeið.
Ekki er þess að dyljast að höfundar hugmyndarinnar hugsuðu sér
skemmtiviku þessa með nokkuð öðrum hætti en nú er hafður á um
Húnavöku, en það nafn fundu fljótt upp orðsnjallir menn, góðu heilli.
Á bak við Húnavökuna lá hugsjón. Hugsjón, sem frá öndverðu hefur
verið innsti kjarni ungmennafélaganna. Mætti auðveldlega einkenna
hann þannig: Fræðsla, starf, skemmtun.
Húnavakan var hugsuð sem aflvaki félagslífs og framkvæmda í Húna-
þingi. Fræðandi erindi, skáldaþing, umræður um héraðsmál og önnur
áhugamál manna, ásamt skemmtunum hvers konar. Sem sagt: Húna-
vakan átti að vera samnefnari Húnvetninga og sýna jafnan það bezta,
er til væri.
Enginn má skilja orð mín svo, að allt hafi farið aflaga, þvert á móti.
Húnavakan hefur verið viðburður vetrarins í fábreytni daganna. Margt
hefur verið stórvel gert, eins og leikstarfsemi og söngur og margt fleira.
- Þessa ber að minnast og þakka.
En gætum við ekki aukið fjölbreytnina, aukið menningarblæinn?
Þetta litla rit, sem nú hefur göngu sína og er liður í vaxandi fjöl-
breytni vökunnar, uppfyllir að nokkru órættan draum.
Þá ósk á ég bezta á þessum tímamótum að enn lifi gamlar glæður
hugsjónanna og nýjar fæðist - þá mun bjart yfir Húnaþingi.
INGVAR PÁLSSON, Balaskarði:
Á FERÐALAGI.
Oft hefur hresst um ævi-svið
að eiga nesti í tösku.
Nú er bezt að búa við
bara hest og flösku.
STAKAN.
Stakan yljar eins og fyrr.
Innra finnst mér hlýna,
þó að fagrar frostrósir
faðmi glugga mína.