Húnavaka - 01.05.1968, Page 6
4
HÚNAVAKA
gæti bjargað líí’i sínu með ómennsku og ráðleysi. Það er vissulega
ekki eftir hinum mikla karlmennsku- og starfsanda hans. En það
sem hann á við, með þessum orðum, er það, að svo framarlega sem
vilji mannsins beinist eingöngu að hinum jarðnesku hugðarefnum,
hinum jarðnesku gæðum og stundlegu nautnum, þá er líf hans
vissulega í liættu statt. Ef hann hugsar aðeins um það að tryggja
sem bezt þetta stutta og hverfula jarðneska líf og hversu vel, sem
honum tekst það, þá er allt erfiðið ákaflega lítilsvirði. Enginn fær
bjargað sínu jarðneska lífi. Fyrr eða síðar líður að lokum þess. Móti
því getur enginn spornað. Ef til vill er líka annað, sem felst í þess-
um orðum og það er, að hver, sem einungis treystir sínum eigin
mætti, sínum eigin úrræðum og vilja, hann fær jafnan litlu til leið-
ar komið móts við þann, sem treystir guðlegri aðstoð og guðlegri
blessun í starfi sínu og stríði, sem finnur takmarkanir sinna eigin
afreka og notfærir sér kraftlindir kærleiksríkrar forsjónar guðs. Með
þennan skilning í huga verða þessi ummæli Jesú í mínum augum
einhver hin djúpsæjasta speki, sem við eigum frá honum og mér
finnst ég sjá svo margar og sumar stórfelldar sannanir þeirra á liðn-
um öldum og reyndar ekki sízt á hinum yfirstandandi tímum. Get-
um við t. d. hugsað okkur stórkostlegri og um leið ægilegri sönnun
þessara orða en, sem fólgin er í ástandinu meðal mannkynsins á
þessum tímum. Hver þjóð svo að segja er að reyna að bjarga sér,
ekki á þann hátt, að hún hafi guðsríkið fyrst og fremst fyrir aug-
um, langflestar gera það með því að vígbúast af kappi, hver eftir
sinni aðstöðu og getu og raunar langt þar fram yfir. Þær binda sér
stóra og þunga bagga fjárhagslega í því skyni og spara ekkert til
þess að verða sem sterkastar til sóknar og varnar gagnvart öðrum og
sem afkastamestar til hvers konar eyðilegginga og tortímingar, þeg-
ar að því kemur. Og hver er svo líklegur árangur þessa kapphlaups
þjóðanna að bjarga sér? Flestir hugsandi menn bera mikinn kvíð-
boga fyrir því, að árangurinn geti orðið sá, að yfir mannkynið kunni
að dynja ægilegri og almennari tortíming en nokkru sinni áður
hafi farið sögur af. Og það sem gerist meðal stórþjóða heimsins á
sér því miður stað í smækkaðri mynd of víða á öðrum sviðum meðal
minni félagsheilda og einstaklinga.
En samt sem áður og sem betur fer höfum við ýmissa gleðilegra
viðburða og framkvæmda að minnast einnig á þessum tímum hins
ótrygga útlits. Mikið er unnið fyrir guðsríkið á ýmsum stöðum