Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 8
6
HÚNAVAKA
efni. Á síðustu áratugum hafa verið endurbyggðar sex kirkjur hér
og auk þess tvær, sem telja má næstum byggðar að nýju, svo ræki-
legar endurbætur hafa verið á þeim gerðar og er það meira en
þriðjungur allra kirkna prófastsdæmisins. Miklar viðgerðir hafa
einnig verið gerðar á ýmsum öðrum kirkjum héraðsins. Verður því
ekki annað sagt en að góður og ánægjulegur skilningur hafi ríkt
liér í þessum efnum. Kirkjurnar eiga líka að vera hverjum söfnuði
heilagur staður, sem menn eiga að hlúa að, fegra og sýna ræktar-
semi eftir því sem kostur er á. Þar eigum við sameiginlegt andlegt
heimili og sameiginlegar tilbeiðslustundir fyrir augliti guðs. Þang-
að eigum við að sækja styrk og bvatningu til hinna hversdagslegu
starfa og í baráttu lífsins. Þangað leiðum við börnin okkar og vilj-
um að þau fari með blessun guðs sem veganesti út í lífið, og þangað
fylgjum við framliðnum ástvinum og eigum þar venjulega síðustu
kveðjustundirnar með þeim. Það er svo margt, sem bindur okkur,
sem kristinni trú unnum, við kirkjurnar, að við eigum og þurfum
að gera þær fagrar, vistlegar og aðlaðandi, gera þær verðug guðs
musteri samboðin honum, sem við tignum og tilbiðjum. Það hefir
nú þessi söfnuður gert sér til varanlegrar sæmdar og ánægju.
Ég kom fyrst í hina gömlu kirkju hér fyrir nálega 40 árum. Ég
jarðsöng þá mann héðan úr sókninni í veikindaforföllum prófasts-
ins, séra Jóns Pálssonar. Þá var stórhríðarveður og býsna kuldalegt
í hinni gömlu kirkju. Nokkrum árum síðar þjónaði ég hér um tíma.
kirkjan var þá orðin hrörlegt hús, og enda þótt mér þætti vænt um
hana og ætti ýmsar ánægjulegar stundir í henni, var mér ljóst, að
endurbygging hennar var mjög aðkallandi, og ég' gleðst einlæglega
yfir, að því hefir nú verið komið svo myndarlega í framkvæmd.
Þegar ég hugsa um þann mikla mun, sem er á blessaðri gömlu
kirkjunni og þessari nýju, þá verður mér það tákn þess, hvað krist-
indómurinn er þjóðfélögunum mörgum og hins vegar, hvað hann
gæti verið þeim, ef rétt væri á haldið og hann gerður að veruleika
í lífi þeirra. Og til þess þarf alveg sömu öflin og hér ríkja og sam-
hug til þess að vinna og fórna fyrir þær hugsjónir, sem bezt og ör-
uggast tryggja líf okkar og velferð. Drottinn gefi okkar litla þjóð-
félagi, að þau öfl megi verða sem mestu ráðandi í háttum þess og
hegðun. Þá mun öllum ljóst verða, að eins og kirkjurnar benda með
turnum sínum til himins, eins og þó enn frekar gnæfi hinar kristnu
lífshugsjónir ofar öllum öðrum hugsjónum mannsandans.