Húnavaka - 01.05.1968, Síða 9
HÚNAVAKA
7
Ég óska svo sóknarprestinum og söfnuðinum hér hjartanlega til
hamingju með þessa veglegu kirkju sína. Ég bið guð að blessa hana,
söfnuðinn og allt það starf, sem hér verður unnið að eflingu og
framgangi guðs ríkisins meðal mannanna.
Orðaskilmingar o. fl.
::: Skömmu fyrir frumsýningu leikrits eftir Bernhard Sliaw, sendi hann fjóra
aðgöngumiða til Winston Churchill og fylgdu á bréfmiða þau ummæli, að hann
gæti tekið einhverja vini sína með sér, ef hann ætti þá nokkra. Churchill svar-
aði, að hann gæti því miður ekki sótt frumsýninguna, en hann vildi mjög gjarna
geta komið á næstu sýningu leikritsins, ef hún yrði þá nokkur.
Friðrik mikli mætti eitt sinn á göngu sinni ungum manni, foringjaefni, sem
honum virtist vera óvenju greindarlegur. Konungur gaf sig á tal við manninn
og spurði:
Hverrar trúar ert þú ungi maður?
Ég hefi sömu trú og klæðskerinn minn.
Nú, og hverrar trúar er hann?
Hann trúir því, að hann sjái aldrei grænan skilding af þeim 100 dölum, sem
ég skulda honum fyrir nýjustu fötin mín,
Hérna eru 100 dalir, svo þú getir jafnað reikninginn við klæðskerann.
Nokkru síðar hitti konungur aftur unga manninn og spurði, hvort klæðsker-
inn hefði fengið peningana sína.
Nei. það hefir hann ekki, svaraði ungi maðurinn. Hvernig er hægt að ætlast
til þess að ég skipti um trú fyrir eina 100 dali?
Næstum heilan mannsaldur var Clark Gable hin dáða kvikmyndahetja næst-
um allra ungra kvenna.
Það kom þess vegna eins og þruma úr heiðskíru lofti, er hann fyrir nokkrum
árum gerði svofellda játningu í amerísku tímariti:
Þegar ég í fyrsta sinn átti að leika elskhuga á kvikmyndatöku-leiksviði, var ég
alveg hörmulega miður mín. Leikstjórinn heimtaði að ég sýndi brennandi ástríðu-
hita, og auðvitað varð ég að reyna að leggja mig allan fram. Mér hugkvæmdist
þá að gera mér í hugarlund, að ég hefði fyrir framan mig geysistóra, meyra og
lostæta nautasteik. Þetta dugði. Leikstjórinn var í sjöunda himni, og síðan hefi
ég jafnan notað þessa áhrifaríku aðferð, þegar eins hefir staðið á.