Húnavaka - 01.05.1968, Page 10
STEFÁN Á. JÓNSSON:
Ævi mín er eins og vor
í lífi íslenzka bóndans hafa löngum skipst á skin og skúrir, en
sumir bændur liafa aldrei látið erfiðleika buga sig. Þeir hafa alltaf
átt vor í hjarta sínu — alltaf vitað að eftir langan vetur mundi lifna
um haga og börð og lítil lömb hoppa sunnan við bæinn. Þessir
menn hafa trúað á landið okkar og þessa trú þarf komandi kynslóð
að varðveita. — Hún á að vera helg arfleifð.
Þeir, sem hafa alið allan aldur sinn í sveit og búið í tugi ára, geta
mælt af nokkurri reynslu, og miðlað okkur, sem yngri erum. Tím-
arnir breytast og við með þeim. Þess vegna eigum við, ef til vill
nokkuð erfitt að gera okkur grein fyrir því liðna. Engu að síður
byggir bóndinn í dag á reynslu liðinna kynslóða. Meðan hann leit-
ar nýrra úrræða, býr hann við þau gömlu.
Ég ek heim að reisulegu, raflýstu steinhúsi, — það er nýi tíminn.
Úti í dyrum stendur roskinn bóndi, sem hefur þétt og hlýtt hand-
tak, — og býður í bæinn. Bærinn heitir Kringla og bóndinn Hall-
grímur. Við hann kannast flestir Húnvetningar, sem komnir eru til
vits og ára.
Æska og upprani.
Hallgrímur, þú ert Húnvetningur?
Já að hálfu, en Strandamaður að hálfu. Faðir minn, Kristján
Magnússon, fæddist og ólst upp vestur í Steingrímsfirði. Um tvítugt
kemur hann í Húnaþing og dvelst þar til dauðadags. Hann gekk að
eiga Sigríði Jósefsdóttur. Hún var náskyld móður Guðjóns á Marðar-
núpi. Við vorum fimm systkinin, tvær dætur og þrír drengir.