Húnavaka - 01.05.1968, Síða 12
10
HÚNAVAKA
Beitti d skemmuþakið.
Ungur tók ég tryggð við sauðkindina, og fór að heyja á sunnu-
dögum, til þess að geta reitt saman nokkur kindafóður. Fóstri minn
var þannig gerður að honum þótti leiðinlegt að hafa kindur, sem
hann átti ekki í sínum húsum. Þess vegna fékk ég, þegar ég átti 10
kindur að hafa þær sér í kofa. Fyrsta veturinn, sem ég hirti þær, var
slæm tíð, svo að ég gat lítið látið út. Ég reyndi samt að beita, þó að
öðru fé væri ekki beitt og síðast beitti ég á bæinn. Það var gríðar-
stór skemma áföst við bæinn á Hofi og á hana gat ég beitt í tvo eða
þrjá daga, en þegar rollurnar fóru upp á aðalbæinn, höfðu þær svo
liátt, þegar þær kröfsuðu, að ég var rekinn niður með þær.
Um tvítugt var ég bara orðinn gróðamaður á þeirra tíma vísu.
Fg átti um 70 kindur, eftir að hafa keypt fé. Þá kom verðfallið og
ég varð að lóga hverri kind, til þess að geta staðið í skilum. Það þótti
mér þungbært. Á þeim árum var maður ungur og það var ekki um
annað að gera en byrja upp á nýtt.
Þá þótti bara mikil menntun að vera bílstjóri.
Veturinn 1920 fór ég í fyrsta sinn til Reykjavíkur. Ég fór til lækn-
inga vegna slæmsku í eyra. Þetta var í febrúar og við vorum 9 sam-
ferða Jóhanni pósti, sem lengi var í Fornahvammi. Tveir Skagfirð-
ingar, Benedikt frá Vatnsskarði og Eiríkur frá Vallholti, voru ríð-
andi, en við hinir gengum til Borgarness. Þegar við fórum yfir
Holtavörðuheiði tók snjórinn upp í póstkoffortin, sem voru flutt á
klakk. I Fornahvammi báðum við um kaffi og brauð, en gátum
ekki fengið nema molakaffi. Það kostaði 1 krónu á mann og er lang-
dýrasta kaffi, sem ég hef keypt á ævinni. í hríðarveðri héldum við
áfram niður í Sveinatungu og þar fengum við mat og aðhlynningu.
Hvenær lærðir þú á bíl?
Það var 1929 að ég fór til Reykjavíkur og tók bílpróf. Þá var ekki
hægt að taka það hérna.
Var það ekki talið í mikið ráðist, í þá daga, að læra á bíl?
Jú, það þótti bara mikil menntun og var litið upp til manns, sem
gat lært á þennan dauða hlut og látið hann skríða áfram með hávaða
og látum.