Húnavaka - 01.05.1968, Side 13
HÚNAVAKA
11
Keyptir þú bíl?
Já, þá var ég búinn að safna dálítið aftur. Og nú ætla ég að fara
að slá um mig og kaupi 100 rollur. Ég gat ekki hugsað mér annað
en eiga sauðkind og svo ætlaði ég að græða á bílnum. — En bvað
skeður ekki — nú fellur allt aftur og ég er eignalaus í annað sinn.
Tapaðir þú bílnum?
Ég hafði keyrt hann þannig að taka vel fyrir benzíni, en ekki gætt
þess að viðhaldið var fljótt að koma á þessum slæmu vegum. Ég
keyrði fyrir Vatnsdælinga, fór yfir Vatnsdalsá og setti bílinn fastan
oftar en einu sinni. Þá var ekki til dráttarvél að draga hann upp,
heldur bara dráttarhestar og mannskapur, því að allir vildu hjálpa
mér.
Þetta fór ekki vel með bílinn og þegar viðhaldið fór að koma,
versnaði í því. Ég hafði verið aðeins einn mánuð á verkstæði í
Reykjavík, eftir að ég tók prófið og lærði að smyrja, en lítið meira.
Þá var ekkert verkstæði á Blönduósi. Já það var ekki undarlegt, þótt
maður færi á hausinn og bíllinn í rusl.
Riðið til Alþmgis að þjóðlegum sið.
Fórst þú á Alþingishátíðina 1930?
Já, það var þjóðlegt, finnst þér ekki?
Fóru margir héðan?
Nei, þeir voru fáir. Við fórum þrír úr Vatnsdal, Ágúst á Hofi,
Guðjón á Marðarnúpi og ég. Við vorum með 10 hesta og trússhest,
því að betri fötin voru með. Á Þingvöllum vorum við þrjá daga og
er mér margt minnisstætt þaðan. Við sáum kónginn og ýmsa þekkta
menn. Ég man vel eftir þegar Oddur sterki af Skaganum birtist í
tornmannabúningi með atgeir sér við hlið. Skrúðganga prestanna,
sem mættir voru víðs vegar að af landinu var ákaflega tíguleg og
hátíðleg. Bjargsigið í Almannagjá dró að sér mikla athygli. Sigmað-
ur sýndi þar margs konar glæfralegar listir og féllu einhverjir, lík-
lega kerlingar, í yfirlið við að horfa á það í þessari miklu mann-
þröng, sem safnaðist saman.
Hvað sögðu þeir í Vatnsdalnum, þegar þið riðuð suður?
Þeir héldu að við værum að missa vitið, að stökkva svona frá bú-
skapnum, og komið að rúningi.