Húnavaka - 01.05.1968, Page 14
12
HÚNAVAKA
Fjárrekstur suður heiðar.
Tvö haust rak ég fé, suður til Reykjavíkur, fyrir tvo duglega og
áræðna stórbændur, Guðjón á Marðarnúpi og Lárus í Grímstungu.
Þeir ráku ekki féð sjálfir. Þeir voru alltof miklir „mattidórar" til
jress. Jú, án gamans, fóru þeir með hross. Það var léttari rekstur og
þeir fyrr komnir suður til að reka sín erindi.
Þegar ég sagði fóstra mínum, að ég ætlaði að sjá um reksturinn,
sagði hann. Nú gerir þú skakkt. Þetta máttu ekki gera.
Þú hefur samt ekki látið telja þér hughvarf, heldur haft kjark til
að leggja í slíka áhættuför.
Ég hafði farið víða uppi á heiðum, svo að ég taldi mig nokkuð
kunnugan og svo var ævintýralöngunin rík. Fyrra haustið hafði ég
4 menn og féð var 630, en það síðara 5 menn og þá rákum við 720
fjár. í stórum dráttum lá leiðin fram Grímstunguheiði, síðan Arnar-
vatnsheiði, Hvítársíðu, Hálsasveit, fyrir Ok, um Brunna, niður á
Hofmannaflöt, með Ármannsfelli, um Þingvöll og til Reykjavíkur.
Þetta var löng leið og tók okkur 9 daga annað haustið, en 11 daga
hitt. Oft hafði ég áhyggjur meðan á ferðinni stóð, en allt gekk samt
vel og engin kind tapaðist. Ég var svo lánsamur að allir mennirnir,
sem með mér ráku voru prýðismenn og yfirleitt fengum við ekki
mjög vond veður. Þó má segja að við lentum í hrakviðri fyrra haust-
ið, en það var á góðum stað, svo að allt bjargaðist.
I göngum.
Ég var með þér í mínum fyrstu göngum haustið 1965 og minnist
þess að árla fagran haustmorgun riðum við samsíða, sem leið ligg-
ur frá Hveravöllum að Blöndu, og naut ég þess að þú þekktir þar
fjallasýn, bungur og fellin öll. Átt þú ekki minningar um göngur,
þegar veðurguðirnir hafa ekki sýnt slíka mildi?
Árið 1916 brast norðanstórhríð á gangnamenn. Undanreiðar-
menn fara suður í Fljótsdrög, en Sandmenn suður að Sandi fyrsta
daginn. Þarna við sandinn er skáli, sem þeir gista í, en þá komust
ekki nema nokkrir menn inn, hinir lágu í tjöldum. Ég var þá 15
ára og tjaldfélagar rnínir voru, Jón á Hofi, fóstri minn, Sigurfinn-
ur, síðar bóndi á Hurðarbaki, og Óskar, bróðir hans, Skúli í Þór-
ormstungu og ungur piltur, Sumarliði, er fór til Ameríku.