Húnavaka - 01.05.1968, Side 15
HÚN AVAKA
13
Það var eins og versta þorrahríð, um nóttina, og tjaldið okkar fór
upp öðru megin. Þeir sterkustu voru þá fljótir að leggjast á tjald-
skörina og þar lágu þeir lengi, þangað til hægt var að festa því með
hælum og bera á það skran.
Eftir hríðina var farið ríðandi suður á Sand í halarófu. Enginn
gat smalað ríðandi, svo að mannskapurinn varð að ganga. Svo hlýn-
aði og kom hláka, þá hljóp flóð í alla læki og kvíslar og olli mikl-
um erfiðleikum við smalamennskuna.
Þú ert þá vel kunnugur á Grímstungu- og Auðkúluheiði eftir að
hafa farið í göngur í nær hálfa öld. Hefur þú ekki ort í göngum?
Jú... .
Þar er nú stundum þó nokkuð slark
og þarf í mörgu að kafa.
Vilja, þrautseigju, vitsmuni og kjark,
verður í göngum að hafa.
Gott að búa d Ásunum.
Árið 1933 var ég vetrarmaður hjá Guðjóni á Marðarnúpi. Ég sótti
vetrarstúlku fyrir hann yfir í Svínadal. Mér leizt strax vel á hana
og okkur samdi ágætlega yfir veturinn.
Vorið 1935 flytjum við, ég og vetrarstúlkan, Hermína Sigvalda-
dóttir, sem þá var orðin kona mín, að Kringlu.
Þegar ég var á Hofi, keypti ég jörð, sem hét Kötlustaðir, en seldi
hana, Ágúst fóstbróður mínum. Ég var hneigður fyrir að beita og
sýndist alltaf vera snjólétt úti á Ásum, þegar ég fór um og fannst
að þar mundi rýmra að vera. Einn vinur minn segir mér þá, að
Kringla sé laus til ábúðar. Ég sótti því um Kringlu og fékk hana.
Einar Thorsteinsson, kaupmaður á Blönduósi, átti þá jörðina. í tvö
ár var ég leiguliði, með ágæta skilmála, og reyndist Einar mér
prýðisdrengur. Hann sagði strax: Ég get hjálpað þér til að kaupa
jörðina og það áttu að gera. Eftir tvö ár keypti ég hana.
Hvernig hefur þér líkað að búa hér úti á Ásunum?
Alveg skínandi vel, og tel það mitt mesta happ að ég skyldi fara
hingað. Þó að mér líkaði vel í Vatnsdal, var mitt sjónarmið að geta
látið féð bíta úti heldur en gefa alltaf inni. Eitt af því skemmtileg-
asta, sem ég geri er að standa yfir fénu og halda því til beitar, það