Húnavaka - 01.05.1968, Síða 16
14
HÚNAVAKA
getur þú sagt þeim, sem halda að það sé leiðinlegt. Þá syng ég allar
stökur, sem ég man og bæti stundum við.
í búskapnum litlu oft muna hér má,
en mér finnst nú lakastur horinn,
því tel ég dýrmætust eign, sem ég á,
sé ilmandi stabbinn á vorin.
Fjallarefur styggi.
Þú hefur stundum hugað að tófu?
Já, ég hafði snemma gaman að því. Stundum er mér hugsað til
þess að ég var skammaður fyrir að drepa fyrstu tófuna. Eg fékk
snemma byssu og fór að skjóta fugla. Því er ég ekki hlynntur nú til
dags, en enginn verður skytta nema að hann skjóti.
Eitt sinn var ég beðinn að athuga, hvort umgangur væri um gren
í Eyjólfsstaðalandi. Þegar þangað kemur, sé ég yrðling og gat skrið-
ið að honum og náð honum. Ég hafði engan poka, en held honum
milli fótanna og er að hugsa um að fara úr buxunum og láta hann
í skálmina. í því fer hann að skrækja og ég sé dýr koma upp á stóran
stein rétt hjá mér. Ég skaut það, en missi yrðlinginn um leið og
hann skríður inn í urðina. Þegar heim að Hofi kemur, segi ég alla
söguna og er skammaður og talinn hafa gert mikla bölvun með því
að missa yrðlinginn.
Fyrst þegar ég fékk grenjavinnslu í Vatnsdal var ég hjá Guðjóni
á Marðarnúpi. Þá var erfitt fyrir unga og óreynda menn að fá
grenjavinnslu. Yrðlingar voru í háu verði og mikið upp úr því að
hafa, ef maður fékk mörg gren. í Vatnsdal voru þá þaulvanar, skín-
andi refaskyttur eins og Lárus í Grímstungu, Guðmundur í Koti og
Snæbjörn á Snæringsstöðum.
Ég hafði stundum fengizt við hlaupadýr að vetrinum og slysað
þau. Nú dettur okkur Guðjóni í hug að ég skuli sækja um grenja-
vinnslu og gerði ég lágt tilboð til hreppsnefndar, en hún réði þessu.
Guðjón var í hreppsnefndinni og fylgdi mér fast og fékk tvo
hreppsnefndarmenn með sér og það dugði, ég fékk grenjavinnsluna.
F.inu sinni þegar Guðjón var skammaður fyrir að láta mig, sem
ekkert kunni fá þetta, svarar Guðjón: „Á, það verða ekki vandræði
með Halla. Þetta er alveg snillingur að skjóta á flugi.“