Húnavaka - 01.05.1968, Síða 17
HÚNAVAKA
15
Fram við heiðargirðingu byggði ég mér ágætan kofa. Þar dró ég
út fyrir tófu, sem kallað er. Þegar ég var búinn að byggja kofann
kom þetta:
Og allir reyna að sjá um sig,
svona því ég byggi.
Farðu nú að finna mig,
fjallarefur styggi.
Ekki mér er orðið rótt,
einn ég þreyti vandann.
Skyldi ég ekki nú í nótt
ná í tófufjandann.
Öll eru fjarri óhöppin,
alltaf vel mér gefur.
Kominn er í kofann inn,
hvítur fjallarefur.
Síðasta veturinn, sem ég var í Vatnsdal, fékk ég 11 tófur. Það var
það, sem bjargaði mér þá í fátækt minni. Ég fékk 50 krónur fyrir
hvern hvítan belg. Þá voru tófuskinnin kölluð belgir. Væri belgur-
inn fallega mórauður með kross á bringunni og fínspora á framfót-
um, fékk ég 100 kr. og fyrir einn fékk ég 150 kr., en einn var ónýtur.
Ég hef heyrt að þú hafir oftar en einu sinni komizt í kast við
dýrbít?
Já svo mun vera. Uti í Holtsnesi sálgaði ég einum, öðrum, sem
farinn var að bíta á Stóru-Giljá og svo var það Brekkurefurinn, sem
þeir voru búnir að reyna við í nokkra sólarhringa.
Magnús í Brekku sendi til mín á hvítasunnudag og bað mig að
koma strax. Þá sagði konan mín. Þetta máttu ekki gera. Æi jú, ég
fer. Ég læt bara byssuna ekki sjást, þegar ég fer fram veginn, og ég
setti byssuna í poka og fór. Eftir 5—6 tíma var ég búinn að setja
refinn í poka. Þá fékk ég veizlu hjá Magnúsi.
Hvernig fórst þú að því að vera svona skeinuhættur rebba?
Hann kenndi mér þetta. Tófan er sniðug. Maður verður að læra
á hana og vera sniðugur líka. Annars kemur ótal margt til greina,
dýrin eru ólík, en í meginatriðum er þetta samt líkt hjá þeim.