Húnavaka - 01.05.1968, Page 19
HÚNAVAKA
17
Réttarstjórn og visnaglingur.
í mörg haust varst þú réttarstjóri í Auðkúlurétt og þótti mönn-
um þú leysa það vandasama starf vel af hendi. Hvað segir þú um
réttirnar?
Þær hafa sinn ljóma og það er ánægjulegt að taka á móti frjálsu
fjallafénu í góðu veðri. Þegar ég var réttarstjóri hafði ég þann hátt
á, að nota ekki vín, meðan á réttinni stóð, þó að ég hafi alltaf verið
vínmaður. Eitt sinn, þegar réttin var langt komin, komu til mín
vinir mínir og sögðu. Nú verður þú að fara að skemmta þér og
komdu með brennivín. Þá segi ég:
Seinna skemmta mun ég mér,
svo margir standi hljóðir.
Ég blanda þegar búið er,
bíðið drengir góðir.
Ég átti efnilegan fola á tamningastöðinni á Blönduósi og voru
boðnar 8 þús. kr. í hann. É.g læt hann aldrei fyrir átta, sagði ég, en
þeir sögðu að ég fengi aldrei meira. Þá kom þetta:
Ykkur, drengir, eg vil tjá
ef ég sel þann rauða.
Átta þúsund eg vil fá
og eina af svarta dauða.
Einu sinni ort' ég fyrir gamlan bónda, sem sagði að hesturinn og
pelinn væri sittfiálfa líf.
Og þótt ég eigi vænsta víf,
vel mér reynist taskan.
Ég held að mitt sé hálfa líf,
hesturinn og flaskan.
Sonurinn tekur við búinu.
Þið hjónin eigið tvær dætur og einn son?
Já. Eldri dóttir okkar, Gerður, kom sex vikna út að Kringlu. Nú