Húnavaka - 01.05.1968, Page 21
BJARNI JÓNASSON, EYJÓLFSSTÖÐUM:
Um I ósep á Hjallalandi
Innan íslenzkrar bændastéttar liafa á öllum tímum verið menn,
sem öðrum fremur hafa orðið samtíðarmönnum sínum minnis-
stæðir, fyrir ýmissa liluta sakir. Flestir þessir menn hafa á einhvern
hátt skarað fram úr samtíð sinni, ert mjög hafa þeir eiginleikar ver-
BJARNI JÓNASSON, Eyjólfsstöfium,
er fæddur 8. marz 1896 í SauSanesi á
Ásum. Foreldrar hjónin Jóhanna Jó-
hannsdóttir, d. 1906, og Jónas Jóhanns-
son, d. 1937. Bjarni ólst upp með for-
eldrum sínum á ýmsum stöðum í Torfa-
lækjar- og Svínavatnshreppum til tíu
ára aldurs, en fluttist jjá að Flögu í
Vatnsdal og var þar fram yfir ferming-
araldur. — Haustið 1911 fór hann í Al-
þýðuskólann á Hvítárbakka, jjá 15 ára
og stundaði jjar nám í tvo vetur. Var
heimilismaður í Hvammi í Vatnsdal _______________________
frá 1911 til 1920 og þá ýmist vinnu-
maður hjá Hallgrími, bónda jrar Hallgrímssyni, eða lausamaður. — Bjarni
kvæntist 23. júlí 1922 Jennýju Jónsdóttur, f. 26. júlí 1898, og byrjuðu þau
búskap á y2 Brúsastöðum og bjuggu jtar í eitt ár, en hafa síðan búið á
ýmsum stöðum í As- og Sveinsstaðahreppum og nú síðustu 30 árin á Eyj-
ólfsstöðum. — Bjarni hefur gegnt ýrnsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína
og hérað.
\