Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 22
20
HÚNAVAKA
ið mismunandi, sem gerðu það að verkum, að eftir þeim var sér-
staklega tekið, og þeir lengur í minnum hafðir en aðrir menn. Sér-
staklega vakti það athygli, þegar saman fór, að maður var sérkenni-
legur í útliti og háttum og einnig ef hann var mikilvirkur athafna-
maður í búskap og öðrum framkvæmdum.
Einn slíkur maður var Jósep Einarsson, er lengi bjó á Hjallalandi
í Vatnsdal. Mun hann seint gleymast þeim, er til lians þekktu.
Hér verður með nokkrum orðum reynt að segja örlítið frá Jósep
þessum, bæði frá útliti hans og athöfnum. Að síðustu verður svo
reynt að rifja upp nokkrar af þeim munnmælasögum, sem gengið
hafa á milli manna frarn á þennan dag og eru tengdar við Jósep.
Það skal þó fram tekið, að aðeins verður fátt eitt til tínt hér af sög-
um þeim, sem í minnum eru geymdar um Jósep á Hjallalandi, því
að af nógu er að taka.
Jósep var fæddur á Svínavatili í Svínavatnshreppi 19. júní 1836,
sonur Einars Skaftasonar, bróður Jóseps Skaftasonar læknis í Hnaus-
um, en þeir bræður voru synir séra Skafta, prests á Skeggjastöðum
á Langanesströndum, Skaftasonar prests á Hofi í Vopnafirði, Árna-
sonar prests á Sauðanesi, Skaftasonar. Árni þessi var bróðir Þorleifs,
dómkirkjuprests á Hólum, sem frægur var í sinni tíð fyrir þrek og
gáfur og haldinn fjölkunnugur. Móðir Jóseps á Hjallalandi var
Ingibjörg Björnsdóttir á Hofi í Svarfaðardal, Egilssonar prests í
Stærra-Árskógi, Þórarinssonar. Ættir þessar eru kunnar og verða
þær ekki raktar frekar hér.
Jósep á Hjallalandi mun hafa borið nafn föðurbróður síns, Jóseps
Skaftasonar, læknis í Hnausum. Ungur fór Jósep í fóstur til nafna
sins og frænda í Hnausum og ólst þar upp til fullorðins ára. Jósep
missti ungur föður sinn, hann drukknaði 24. apríl 1849, en ekki er
vitað hvort Jósep fer eftir að það skeði að Hnausum, — eða hvort
hann var kominn þangað áður. Snemma þótti Jósep mikill fyrir sér
og heljarmenni að burðum, en ekki að því skapi vinnugefinn, en þó
hamhleypa til verka, þegar hann gekk að vinnu og er í frásögur
fært kapp hans og áhugi, eins og síðar mun vikið að.
Um þær mundir sem Jósep var fulltíða maður í Hnausum var á
Hjallalandi í Vatnsdal ung heimasæta, Guðrún Þorgrímsdóttir, er
fyrir stuttu hafði misst föður sinn, Þorgrím Þorleifsson, og hafði þá
tekið hlut af jörðinni Hjallalandi í föðurarf. Þar sem Guðrún var
ógefin, en þarfnaðist ráðsmanns, varð það að ráði að Jósep réðist