Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 26
24
HÚNAVAKA
um og meinyrtur og var þá oft fundvís á snögga bletti náungans, ef
hann taldi að hann ætti einhvers að hefna. Engum manni þoldi
hann yfirgang og gat illa sætt sig við að lúta öðrum, átti því stund-
um í útistöðum við hreppstjórnarmenn sveitarinnar og aðra, er
eitthvað áttu undir sér. Þeir, sem minna máttu sín, áttu þar hauk í
horni, er Jósep var. Hann var og hið mesta tryggðatröll vinum
sínum.
Snemma mun Jósep hafa hneigzt til drykkjuskapar og var mikill
vínmaður alla tíð — drakk stundum dögum saman á ferðalögum, og
var þá oft lengur að heiman en ætlað var upphaflega. Enginn há-
vaðamaður var Jósep við vín, oftast rólegur, en meinstríðinn og
meinyrtur, og þoldu menn hann illa, ef sá gállinn var á honum.
Jósep var alla ævi heilsugóður og munu lítt hafa bitið á hann far-
sóttir eða aðrir sjúkdómar. Sýnir það hvað maðurinn hefir verið
hraustbyggður frá fyrstu gerð. Hann var karlmenni, senr lét sér ekki
bregða við þá voveiflegu hluti, sem lífið lét verða á vegi hans. Ellina
bar hann vel og gekk beinn í baki fram á elliár. Jósep andaðist á
Hjallalandi 2E maí 1916, mánuði betur en 80 ára gamall.
Varla er hægt að skrifa svo um Jósep á Hjalla'landi að ekki sé
minnzt, að nokkru, Guðrúnar Þorgrímsdóttur, sem áður er getið
og var bústýra hans um 40 ára skeið. Ég var nákunnugur þeim Jósep
og Guðrúnu seinni hluta ævi þeirra. Einkum kynntist ég Guðrúnu
vel, er ég dvaldist árlangt á Hjallalandi, eftir að Jósep var látinn. —
Hafði og áður verið í vinnu hjá Jósep, um tíma, oftar en einu sinni.
Guðrún sagði mér margt frá búskapnum á Hjallalandi og ýmsum
heimilisháttum, og dró ekki undan það, sem henni þótti miður hafa
farið í sambúð þeirra.
A yngri árum mun Guðrún hafa verið glæsileg kona og greind í
bezta lagi, andlitið frítt og festa í svipnum. Stórbrotin var hún í
lund og öllum útlátum, mikill vinur vina sinna, fáskiptin nokkuð,
en þung á bárunni, ef því var að skipta.
Þegar á allt er litið munu þau Jósep og Guðrún hafa verið mörg-
um sömu eðliskostum búin, þótt ekki yrði sambúð þeirra alltaf
eins og bezt hefði orðið á kosið, mun drykkjuskapur Jóseps hafa
valdið mestu þar um. Eina dóttur áttu þau, og líktist hún föður
sínum mjög í sjón. Guðrún andaðist á Hjallalandi í júní 1924,
91 árs.
Hér fara á eftir nokkrar af þeim munnmælasögum, sem lifað