Húnavaka - 01.05.1968, Page 33
HÚNAVAKA
31
Hlær mér kapp í heitum barmi,
hér mun engum duga að letja.
Áfram skal en ei til baka.
Örðugleikar skapið hvetja.
Þar, sem ekkert er að vinna,
engum sigri er hægt að ná;
þar, sem engu er unnt að tapa,
ekkert vinnast má.
Urðin liggur brött að baki
bergið rís, er ofar dregur.
Hér er örðugt yfirferðar,
ekki er þetta ruddur vegur.
Þeim, sem troðnar götur ganga
gleymist oft, að hverja slóð,
sem er greiðfær öllum orðin
einhver fyrstur tróð.
Tyllt er hönd á tæpar syllur,
tánum beitt í naumar sprungur,
lengra, ofar, áfram miðar
yfir torsótt hrikaklungur.
Vöðvar stælast, viljinn harðnar
við að sigra hverja raun.
Oft hafa þyngstu erfiðleikar
átt sér dýrust laun.
Loks við augum brúnin blasir
björtum vafin sólararmi.
Þrönga hef ég götu gengið,
gleðin ólgar mér í barmi.
Það, sem unga æsku dreymdi,
uppfyllingu hlotið fær,
stund, sem áður oft ég þráði,
er nú loksins nær.