Húnavaka - 01.05.1968, Side 35
BJÖRN BERGMANN:
Grímstunguheiðarvegiir
Frá landnámstíð og fram á þessa öld gátu menn ekki ferðast um
landið nema annað hvort gangandi eða ríðandi, og hestar báru eða
drógu allan flutning að undanteknu því, sem menn báru á sínu
eigin baki. Þá var hesturinn „þarfasti þjónninn". Reiðgötur lágu
um landið þvert og endilangt og heim í hlað á hverjum bæ, en vega-
bætur af mönnum gerðar máttu heita óþekktar fyrr en á 19. öld.
Hestarnir tróðu greiðfærar götur á öllum fjölförnum leiðum, þar
sem grjót eða votlendi hindraði það ekki, en oft varð að fara langa
króka til að komast færa leið. Árnar, einkum jökulárnar, voru
mikill farartálmi og tíðum ófærar í vatnavöxtum. Kjarkmiklir, laus-
ríðandi menn riðu þær þó iðulega mjög djúpar, jafnvel á sund, en
flestum hentaði það ekki, og klyfjaflutningur þoldi illa mikið dýpi.
Stytztu, og á margan hátt beztu sumarleiðir milli Norður- og
Suðurlands, lágu yfir miðhálendið. Þar voru árnar vatnsminni en í
byggðum, og að mestu hægt að sneiða hjá torfæru votlendi. Hins
vegar voru þær grýttari en byggðavegir og þornuðu seinna á vorin.
Vegabætur á fjallvegum hófust ekki, að heitið gæti, fyrr en 1831,
er Bjarni Thorarensen, skáld, stofnaði Fjallvegafélagið. Þá voru
ferðir um Sprengisand að mestu lagðar niður fyrir löngu, Kjalveg-
ur hafði næstum ekkert verið farinn eftir slysför Reynistaðarmanna
1780, en leiðin vestan Langjökuls var fjölfarnari en nokkru sinni
fyrr. Hún lá um Kaldadal og Arnarvatnsheiði, en skiptist við Arn-
arvatn. Þaðan lá Skagfirðingavegur norðaustur yfir Stórasand, Öld-
ur og Eyvindarstaðaheiði til byggða í Skagafirði, en Grímstungu-
iieiðarvegur norður í Vatnsdal. Frá Arnarvatni eru 42 km að Gríms-
tungu, en um 80 að Mælifelli í Skagafirði.
Grímstunguheiðarvegur var víðast illgrýttur og seinfær af þeim
sökum. Fjallvegafélagið lét ryðja verstu kafla hans sumarið 1832 og
sést enn fyrir þeim ruðningi á nokkrum stöðum. F.kki nægði sú
3