Húnavaka - 01.05.1968, Side 40
38
HÚNAVAKA
ur legið norður Fossabrekkur, sem eru í jaðri Stórasands milli
Dauðsmannskvíslar og Hólmakvíslar. Ef það er rétt, hafa vörðurn-
ar verið hlaðnar áður en vegurinn frá 1879—1881 var lagður.
Vegurinn hefur hvergi verið lagður af handahófi. Það eitt, að
liann skyldi vera lagður frá Haukagili, en ekki Grímstungu, þar
sem hann áður var, sýnir ljóslega, að forráðamenn vegagerðarinn-
ar hafa kannað vegarstæðið vandlega áður en verkið hófst og ekki
látið neinar gamlar venjur binda sig. í tíð Fjallvegafélagsins var
hvarvetna fylgt gömlum slóðum. Ofurkapp hefur verið lagt á að
ieggja veginn beinan. Það sést bezt á því, að hann skyldi vera lagð
ur yfir foræðið hjá Hólmakvísl. Norðar á heiðinni var hann einnig
lagður yfir mýrardrag, sem auðvelt var að sneiða hjá með því að fara
lítinn krók. A báðum þessum stöðum hafa vegagerðarmennirnir
treyst um of á skurðina og ræsin, en í þeint efnurn var á lítilli
reynslu að byggja. Vegurinn er víðast 3,30 m á breidd og gífurlega
miklu grjóti hefur verið rutt á brott. Því var ekki kastað af handa-
hófi, heldur lagt í þráðbeinar raðir við jaðra vegarins. A grýttustu
köflum vegarins var þó ekki öllu grjótinu raðað. Úr því hefði orð-
ið hár veggur. Allir skurðir eru beinir. Á löngum kafla við Hauga-
kvísl og miklu víðar hefur vegurinn verið malborinn. Sjást malar-
gryfjurnar hér og þar enn.
Margir blettir hafa verið hellulagðir. Mér var ekki Ijóst fyrr en
sumarið 1966, hvers vegna það hafði verið talið nauðsynlegt. Þá fór
ég víða um heiðarnar, bæði vegi og vegleysur. Veturinn hafði verið
mjög frostharður og sumarið kalt. Á hálendinu var klaki ofarlega í
jörð langt fram á sumar, og skaflar hér og þar í brekkum, þegar
komið var 550—600 m yfir sjó. Skaflarnir héldu jörðinni blautri fyrir
neðan brekkumar, og þar gátu hestarnir legið í, þó að annars stað-
ar væri þurrt. Sums staðar var erfitt að sneiða hjá þessum blettum
vegna stórgrýtis uppi á holtunum, og einhverra annarra torfæra á
hina hönd. Þeir, sem ákváðu vegarstæðið og gerð vegarins, hafa far-
ið eftir langri reynslu athugulla manna, og ekki viljað láta þessar
örstuttu torfærur verða ferðamönnum til trafala eftir að meginhluti
vegarins var orðinn þurr.
Á Grímstunguheiðarvegi, og fleiri mannvirkjum á heiðinni, er
hægt að kynnast ýmsum náttúrufræðilegum atriðum. Flóadragið
við Hólmakvísl, sem áður er getið, liggur fast að kvíslinni. Á suð-
urbakka hennar og síðan áfram er grýtt en þó að rnestu gróið land.