Húnavaka - 01.05.1968, Síða 42
40
HONAVAKA
Víðs vegar um heiðarnar eru götur eftir stóð. Þær haldast vel við
og gróa ekki upp meðan fjöldi hrossa gengur á afrétt, en reiðgötur
haldast ekki lengur við af mannaferðum og eyðast eða gróa upp,
nema þar sem stóðið heldur þeim við. Stóðið fer alltaf sömu götuna
og treður ekki nýjar til hliðar. A fornum alfaravegum sjást víða
f jölmargar, jafnvel 20—30 samsíða götur. Aldrei voru þó nema fáar
farnar samtímis, hinar greru upp. Venjulega var önnur gata frá
jaðri fjölförnust. Flestir tamdir hestar vilja ganga hlið við hlið í
ferðalögum, enda vandir á það í tamningu. Þegar menn teymdu
taumléttan hest, gekk hann oftast fast við hlið reiðhestsins. Þannig
myndaði hann nýja götu, sem varð síðan að aðalgötu, og á greið-
færu landi mátti bilið á milli þeirra heita alveg jafnt. Götur eftir
stóð geta orðið svo djúpar að bakkarnir nái upp á síður hrossanna.
Það kom ekki fyrir með reiðgötur, því að nýjar götur voru komnar
til hliðar löngu áður en reiðmenn fóru að reka fæturna í jörð.
Margar samliggjandi götur eða götuleifar eru (irugg sönnun fyrir
því, að þar hafi verið fjölfarinn vegur.
Ég hef svipazt um eftir reiðgötum utan rudda vegarins á Gríms-
tunguheiði. Þær eru víðast alveg horfnar, en sjást þó enn á nokkrum
sLöðum, þó að ferðamenn hættu að fara þær fyrir tæpum 90 árum.
Á Skagfirðingavegi, þar sem hann liggur á grónu landi í Btiðarár-
drögum og á Auðkúluheiði, sést enn fyrir fjölda gatna. Vegurinn
iagðist niður sem alfaraleið um 1880, en var þjóðleið fram að þeim
tíma. Yngstu göturnar eru því um 90 ára gamlar, en enginn veit
aldur hinna. Mér þykir sennilegt að þær elztu séu allt að helmingi
eldri. Ekki er þó hægt að sanna það, en þó að þær væru allmiklu
yngri, sýna þær ljóslega að áfok á heiðunum norðan Langjökuls er
lítið.
Árið 1920 voru þrír menn ráðnir af vegamálastjóra til þess að
starfa sumarlangt að viðhaldi fjallvega með ruðningi og vörðu-
hleðslu. Mennirnir voru Halldór Jónasson frá Hrauntúni í Þing-
vallasveit, Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku í sömu sveit og Hjör-
mundur Guðmundsson frá Hjálmsstöðum í Laugardal. Hjörtur rit-
aði síðar bók, er heitir Sumar á fjöllum, og segir þar: „Svo var mælt
fyrir að vinnu skyldum við byrja á Lfxahryggjaleið milli Þingvalla-
sveitar og Lundarreykjadals í Borgarfirði, halda svo norður að
Arnarvatni á Arnarvatnsheiði og ryðja veginn þaðan norður Gríms-
tunguheiði til bæja í Vatnsdal og fara svo ef tími ynnist til austur á
N.