Húnavaka - 01.05.1968, Page 48
46
HÚNAVAKA
þrem árum. Röð hreppanna talin eftir skrásetningartíma verður
þannig:
Svínavatnshreppnr . . .
Torfalækjarhreppur . .
Ashreppur ...........
Vindhælishreppur . . . .
Engihlíðarhreppur . . .
Bólstaðarhlíðarhreppur
Sveinsstaðahreppur . . .
5. -9. okt. 1706
11.-13. okt. 1706
16.-21. okt. 1706
15.-22. okt. 1708
28. okt. - 2. nóv. 1708
6. -14. nóv. 1708
9.-10. júní 1713
Sökum þess að skrásetningin fór fram á svona löngum tíma gætir
nokkurs ósamræmis milli hreppa, sérstaklega um búfjárframtalið.
Á skrásetningartímanum gekk bólusóttin mikla 1707 og hefur það
auðvitað aukið á ósamræmið.
Fólkstalan.
Við manntalið 1703 reyndist tala landsmanna alls 50.358 manns,
karlar 22.867 og konur 27.491, og lætur nærri að af hverjum 100
manns væru 45 karlar og 55 konur. Af fólkstölunni voru ekki nema
42.558 manns lieimilisfastir. Hitt voru þurfamenn og flakkarar, alls
um 7.800 manns, eða nálægt sjötti hver maður og er það um 15.5%
af öllum landsmönnum.
Mannfjöldinn í núverandi Austur-Húnavatnssýslu reyndist alls
1.541 og skiptist þannig, að karlar voru 683 og konur 858 og eru
hlutföllin lík á milli kynjanna og á öllu landinu. Af þessu var fólk
talið til heimila alls 1.361 og verður þá tala þurfamanna og flakk-
ara 180 manns.
Á Skagaströnd eru verzlunarhús danska einokunarkaupmannsins,
en engin teljandi byggð hafði myndazt þar. Að vetrinum var verzl-
unarhúsunum lokað, og kaupmaðurinn átti ekki heimili hér á landi
og er því ekki skrásettur í manntalinu. í kaupstaðnum eru þó ,,af
forlagi kaupmannsins" búsettir 6 íslendingar, 2 karlar og 4 konur.
Hefur þetta fólk sjálfsagt haft einhverja vinnu við verzlunina og
sennilega haft dvöl í verzlunarhúsunum.
Þetta er eini vísirinn að verzlunarþorpi í sýslunni.