Húnavaka - 01.05.1968, Side 49
HÚNAVAKA
47
Ómagarnir.
Ómagarnir áttn ekkert heimili annað en hreppinn eða jafnvel
sýsluna. Eitthvað af þeim hafði fasta dvöl, en flestir fóru milli bæja.
Sumir voru „fluttir og færðir“, en þeir sem betur voru ásigkomnir
færðu sig sjálfir. Af ómögum voru konur í miklum meiri hluta,
tvær konur á móti einum karli. Megin hluti ómaganna er roskið
lólk og börn, sumt heilar fjölskyldur. Töluvert er þó af fólki á bezta
aldri. Þrjár systur í Svínavatnshreppi á aldrinum 18—25 ára fá
vitnisburðinn: „fá eigi vist fyrir leti og ómennsku". Atakanlegt
dæmi um vanrækt uppeldi.
Það er erfitt að fá upp alveg örugga tölu ómaganna eftir mann-
talinu. Ómagaskrár fylgja að vísu úr öllum hreppum austursýsl-
unnar (þ. e. A.-Hún.), en þær eru að meira og minna leyti óábyggi-
legar, því að sami maðurinn er oft talinn á ómagaskrá tveggja eða
fleiri hreppa, sem stafar af því, að margt ómaganna var á framfæri
í fleiri en einum hreppi og sumir jafnvel á allri sýslunni. Þess eru
dæmi, að ómagi er á framfæri tveggja sýslna.
í riti Hagstofunnar: Manntalið 1703 (Hagskýrslur íslands 11, 21,
Rv. 1960) eru ómagaskýrslurnar leiðréttar. Verður þá niðurstaðan
sú, að á sveitarframfæri í núverandi Austur-Húnavatnssýslu verða
eins og áður er getið 180 manns. Omagarnir eru því 11.7% af fólks-
tölu Austur-Húnavatnssýslu, sem er töluvert lægra en hlutfallstala
þurfamanna á öllu landinu, en hún var eins og fyrr er getið 15.5%.
Það má geta nærri, að í þessum mikla hópi allsleysingja hafi verið
margt nýtra og góðra drengja, sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni
um bitann og sopann, sem hin fátæka þjóð háði fyrir tilveru sinni,
undir erlendri kaupþrælkun og stjórnarfarslegri áþján. Margt
mannsefnið hefur að sjálfsögðu farið í súginn, en kunnugt er líka
um nokkra, sem brutu af sér f jötrana og urðu gegnir og nýtir menn.
Ómaginn Hdlfdan Guðmundsson.
Meðal ómaganna 1703 er fjölskylda ein: Guðmundur Oddsson,
Margrét Jónsdóttir kona hans og sonur þeirra, Hálfdan að nafni.
Fjölskylda þessi er á framfæri tveggja hreppa: Áshrepps og Sveins-
staðahrepps og talin á ómagaskrá beggja. Á hvorugri skránni er get-
ið um aldur. Framfærsluskylda hreppanna skiptist þannig, að Guð-