Húnavaka - 01.05.1968, Side 51
HÚNAVAKA
49
Hvammi. Hann var hreppstjóri í sinni sveit og mikill efnabóndi.
Jón Pálsson varð mjög kynsæll. Það yrði of langt mál, að rekja þær
ættir hér, enda mun það almenningi hér nokkuð kunnugt.
Ómagaskrá Sveinsstaðahrepps telur Hálfdan Guðmundsson enn
barn 1703, svo að telja má, að hann muni ekki vera fæddur fyrr en
um 1690. Hálfdan varð kunnur bóndi, þó að hann ælist upp á sveit.
Hann bjó á nokkrum bæjum í Vatnsdal. Kona hans hét Guðrún
jónsdóttir. Nafn hennar er að sjálfsögðu í manntalinu 1703, en
Guðrún Jónsdóttir er svo algengt nafn, að vonlaust er að finna
hana, nema ef við eitthvað fleira væri að styðjast. Arið 1703 voru
193 Guðrúnar í Austur-Húnavatnssýslu og 37 af jreim voru Jóns-
dætur.
Kunnugt er um 3 bústaði Hálfdanar Guðmundssonar: 2 í Ás-
hreppi (Kot og Kornsá) og 1 í Sveinsstaðahreppi (Breiðabólstað). Þau
Hálfdan og Guðrún munu hafa gifzt um 1720 og sennilega hafið
búskap í Koti í Vatnsdal. Á Kornsá búa þau a. m. k. árin 1732—41.
Síðast búa þau að Breiðabólstað, eru komin þangað 1752 (gæti verið
fyrr). Þar mun Hálfdan hafa látizt um 1755. Tveir synir þeirra
hjóna, þeir Hálfdanarsynir, Guðmundur bóndi á Ytri-Langamýri
og Jón bóndi á Grund í Svínadal, voru kunnir bændur í Svínavatns-
hreppi á seinni hluta 18. aldar. Voru þeir báðir mjög kynsælir, og
er niðja þeirra nokkuð getið í bókinni Fortíð og fyrirburðir. Auk
Jóns og Guðmundar áttu þau Hálfdan og Guðrún tvær dætur og
hétu báðar Helga. Líklegt er að eitt þessara systkina hafi verið
Brynjólfur Hálfdanarson bóndi í Gafli í Svínadal 1765—78.
Þetta er í stuttu máli æviferill Hálfdanar Guðmundssonar. Eins
er þó enn ógetið. Hálfdan gegndi hreppstjórastörfum í Áshreppi.
Þetta varð þá úr sveitarómaganum frá 1703. Hálfdani hefur tekizt
að vinna sér traust og vináttu sveitunga sinna, þó að uppeldi sitt
tengi hann af náðarbrauði þeirra. Fer ekki hjá því, að hér hefur
verið meira en meðalmaður á ferð, og hefur sennilega fleira þurft
að koma til, því að hreppslimum var í þá daga ekki auðveld leið til
mannaforráða. Sennilegt er, að auk góðra hæfileika, hafi hér notið
við frændstyrk og góðrar ættar. Kemur mér þá í hug séra Hálfdan
Rafnsson á Undirfelli. Hann lézt í hárri elli 1665. Kunnugt er um
6 börn hans og fengu flest staðfestu í Vatnsdal og grennd. Sé þessi
4