Húnavaka - 01.05.1968, Page 53
HÚNAVAKA
51
Býli og búendur.
Árið 1703 voru byggð býli og búendur í einstökum hreppum nú-
verandi Austur-Húnavatnssýslu eins og hér greinir:
Hreppar Byggð býli Abiíendur
Karlar Konur Alls
Áshreppur 25 31 9 33
Sveinsstaðahreppur 24 24 3 27
Torfalækjarhreppur 20 18 4 22
Svínavatnshreppur 29 24 7 31
Bólstaðarhlíðarhreppur 43 39 6 45
Engihlíðarhreppur 29 25 5 30
Vindhælishreppur 57 50 11 61
Samtals 227 211 38 249
Byggð býli eru alls 227, en það eru allar jarðir, þar sem fólk er
talið til heimilis manntalsárið 1703. Hér eru því ótalin þessi 8
býli, sem koma við skrásetningu Jarðabókarinnar:
1. Hnausar í Sveinsstaðahreppi. Sú jörð var fyrst leigð 1711, en
hafði áður verið nytjuð frá Þingeyrum.
2. Gautsdalur í Bólstaðarhlíðarhreppi í eyði um stundarsakir.
3. Mýrarkot í Engihlíðarhreppi. Hefur sennilega verið nytjuð frá
Mánaskál eins og 1708 (Jarðabókin).
4. -8. Þessar 5 jarðir í Vindhælishreppi: Hafursstaðakot, Álfhóll,
Kálfshamar, Mánavík og Ásbúðir.
Allar þessar jarðir voru í einkaeign, nema Hnausar, sem var ein
af jörðum Þingeyraklausturs.
Þríbýli er á tveim jörðum, báðum í Vatnsdal, Haukagili og Marð-
arnúpi. F.inn bóndi, Þorlákur Ólafsson, rekur bú bæði í Áshreppi
tForsæludal) og í Bólstaðarhlíðarhreppi (á Eiríksstöðum). í mann-
talinu er heimili hans talið í Forsæludal og hann því talinn Ás-
hreppi hér í skýrslunni. Fimm manns eru í heimili á F.iríksstöðum