Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 54
52
HÚNAVAKA
1703, vinnumenn og vinnukonur, senr unnið liafa að útibúi Þor-
láks. Um Þorlák Olafsson verður nánar rætt síðar.
Tvíbýli er á 19 jörðum og skiptist það þannig á hreppana:
Áshreppur 4 jarðir, Sveinsstaðahreppur 3, Torfalækjarhreppur 2,
Svínavatnshreppur 2, Bólstaðarhlíðarhreppur 3, Engihlíðarhreppur
1 og Vindhælishreppur 4.
Búendur eru Jrví flestir í Áshreppi í hlutfalli við býlatöluna, 33
búendur á 25 jörðum.
Eftir kynferði skiptast búendurnir þannig:
Karlar eru 211 eða 84.7%
Konur eru 38 eða 15.3%
Af búandi körlum búa 44 með ráðskonum. Einungis 6 þeirra eru
taldir ekkjumenn, og er það tortryggilega lág tala, ekki sízt þegar
5 þeirra eru í einum og sanra hreppi, Vindhælishreppi. Nálægt 20
af ráðskonunum eru mjög nánir ættingjar húsbóndans: Mæður,
systur eða dætur. Einn býr með ,,ý£starmey“ sinni. Einungis tveir
bændanna eiga börn með ráðskonum sínuip. Konur sem reka bú
eru 38. Ein Jreirra er gift, húsfreyjan í Höfnum. Maður hennar er
„rænuskertur og karlægur", og er Jrví húsfreyjan talin fyrir búinu.
Ekkjur eru ábyggilega 30 hinna búandi kvenna. Þá er eftir að gera
grein fyrir 7, og munu þær allar liafa verið ógiftar, en a. m. k. 3
liafa átt börn.
Meðalaldur allra búandi karla, giftra og ógiftra er rúmlega 45 ár
og búandi kvenna rúmlega 53 ár, en allra búenda, karla og kvenna
um 46J4 ár. Búandi gift hjón verða 167 (hjónin í Höfnunr ekki í
þeirri tölu). Meðalaldur þessara 167 húsfreyja er rúmlega 44 ár.
Um giftingaraldurinn liggja ekki fyrir neinar upplýsingar frá
Jressum tímum, en þar sem einungis 4 húsfreyjanna eru yngri en
þrítugar er sjáanlegt, að fólkið hefur verið komið vel til ára sinna,
þegar það giftist. Þetta var og næsta eðlilegt eins og högum manna
var þá liáttað, og verður kornið að því síðar. Yngsti bóndinn var í
Áshreppi, Gísli Guðmundsson á Kornsá, 25 ára. Hann býr þar enn
1706 og hefur gott bú. Kona hans hét Guðný Halldórsdóttir, 26 ára.
Meðalaldur þeirra hjóna verður því 25J/2 ár. Hjónin nreð lægstan
meðalaldur, 24 ár, voru í Bólstaðarhlíðarhreppi, Árni Guðmunds-
son bóndi á Eyvindarstöðum 26 ára og kona hans Guðríður Jónsdótt-