Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 56
54
HÚNAVAKA
ekki fengu áður vistir, vildu ekki ljást til þjónustu, nema fyrir tvö-
falt eður þrefalt verkakaup með ýmsum skilmálum þar fyrir utan.
Margir erfðu öll sín systkin og marga frændur, urðu fullríkir, en
sumir sóuðu eða brjáluðu því strax út aftur með ýmsu móti. Margir
báru stór örkuml eftir þessa bólu, misstu sjón á öðru og sumir báð-
um augum.“
Óhugnanleg er rnyndin af manndauðanum, sem Páll Vídalín
bregður upp fyrir okkur í annál sínum. Þeir Árni Magnússon og
Páll komu að Staðarstað á ferðum sínum sumarið 1707. Gengu þeir
til kirkju og gerðu bæn sína, stóðu þá 2 lík uppi í kirkjunni. Þegar
þeir stóðu upp frá bæninni hafði þriðja líkið bætzt við. Sóknarprest-
urinn á staðnum var fjarverandi við þjónustu sjúkra, en þegar ferða-
mennirnir komu út úr kirkjunni, var þar fyrir prestsfrúin, sem var
nýrisin af sjúkrabeði, en var nú mætt til þess að gagna gestunum.
Um leið og hún fylgdi þeim til bæjarins kom hið fjórða lík til
kirkjunnar. Þeir höfðu mjög skamma dvöl í bænum, og um leið og
þeir komu út kom fimmta líkið og hið sjötta um leið og þeir stigu
á hestbak. Öll viðdvöl þeirra félaga á Staðarstað nam ekki rneiru
en \]/2 klukkustund.
Sjávarborgarannáll gefur beztar upplýsingar um dauðsföllin í
Skagafirði og Húnavatnsþingi. Upplýsingar eru þar um dána í
hverri kirkjusókn í Skagafirði, en frásögnin úr Húnavatnssýslu er
gloppóttari. Annállinn telur alls dána í Skagafirði 619 manns og
er það fimmti hluti fólkstölunnar 1703, og er það töluvert betur
sioppið en landið í heild. Um Húnavatnssýslu gefur annállinn þess-
ar upplýsingar um manndauðann: „í Blöndudalshólasókn 19, Svína-
vatnshreppi 51, Svartárdalshreppi 40, Sveinsstaðahreppi 52, Torfa-
Jækjarhreppi 37, Ashreppi 54, Víðidalshreppi 29, Þverárhreppi 52,
Kirkjuhvammshreppi 42, Torfastaðahreppi eða Miðfjarðarhreppi
stórt 1 hndr. og 4” (þ. e. 124). Hér vantar alveg upplýsingar úr
tveim austurhreppunum, Vindhælishreppi og Engihlíðar. í hrepp-
unum fjórum í Austur-Húnavatnssýslu, vestan Blöndu, telur annáll-
inn 194 dauðsföll, og eru þar sjálfsagt ótalin mannalát á þrem bæj-
um í Svínavatnshreppi, Bugsbæjunum, en þeir bæir áttu þá kirkju-
sókn að Blöndudalshólum. Við manntalið 1703 var fólkstalan á
þessum þrem bæjum 18 manns. Það má því telja líklegt að dánar-
talan alls í hreppunum fjórum vestan Blöndu hafi verið um 200
manns, eða 2 af hverjum 7, sem skrásettir voru við manntal 1703.