Húnavaka - 01.05.1968, Page 60
JÓNATAN J. LÍNDAL:
Ferh til Skagafjarhai
Veturinn 1915—16 var mesti fannavetur, sem ég man. Haustið
1915 var eindæma gott og veturinn fram að nýjári mátti heita góð-
ur. Ég gaf fyrst lömbum 7. nóvember, og yfirleitt var lítið gefið til
ársloka. Um 20. janúar skipti alveg um tíð. Fór þá að gjöra logn-
fönn og hríðar. Setti niður feiknasnjó og hélzt svo út janúarmánuð.
Þegar komið var fram um miðjan febrúar var orðið jarðlaust fyrir
allar skepnur, enda snjórinn þá feikna mikill.
Ég tók tömdu hestana og folöld 20.—22. janúar, en stóðið tók ég
allt frá 2.—17. febrúar. 17. febrúar tók ég 4 hross, sem hér voru upp
á svo kölluðum Lágahjalla. Þegar þau fóru yfir lægðir var slóðin
það djúp að snjórinn sitt hvoru megin, var jafn hryggnum á síð-
asta hrossinu. Snjórinn var svo laus að ógangandi var, nema á skíð-
um og óð þó í ökla á skíðunum.
Um kvöldið þennan sama dag, sem ég tók inn síðustu hrossin,
kom hér Bjarni Bjarnason, bróðir Þorsteins kaupmanns á Blönduósi
og þeirra systkina. Fór ég að segja honum frá því hvað snjórinn
væri mikill hér í fjallinu. Bjarni var þá vetrarmaður á Geitaskarði.
„Mig undrar það nú ekki,“ sagði Bjarni. „Við vorum að taka inn
hross á Skarði í dag og þegar nokkur hross höfðu farið yfir lægð
þarna fyrir utan og ofan húsin, lagði ég staf yfir slóðina, og er ég
viss um að það var kvartel (ca. 15 cm.) ofan á hrygginn á honum
Blakk.“ Það var hestur, sem var um 55 þuml. (nærri U/2 m.) á hæð.
Þar sem hærra bar á var snjórinn í kvið og á miðjar síður á hross-
um, en svo laus að þau óðu fram úr honum. Var sagt að hryssa hefði
sprengt sig í snjónum í Svínadalnum. Sums staðar varð hrossum
ekkert komið, var þá reynt að brjótast með hey til þeirra.
Jónas B. Bjarnason frá Litladal, sagði mér að hann hefði — uny