Húnavaka - 01.05.1968, Page 61
HÚNAVAKA
59
þetta leyti — verið heilan dag að brjótast með hest frá Blönduósi og
fram að Kagaðarhóli.
Ekkert sá hér fyrir veginum út dalinn, en menn fundu, þegar
þeir fóru út af honum, því að þá dýpkaði á þeim.
Seinast í febrúar gjörði þíðu og kom þá upp dálítil snöp hér, svo
að hrossum var beitt, og hélzt svo til 24. marz. Þá gjörði vonzku
hríð, er stóð í 3 daga, og fjórða daginn var hríðarveður. Setti þá enn
niður mikla fönn. Héldust svo hríðar og illviðri allt til 26. apríl. Á
þessu tímabili var hrossum sáralítið beitt og vanséð, hvort sú beit
hefur borgað sig. Frá 26. apríl gjörði góða tíð, oft hita og sólbráð.
Þá var byrjað að beita sauðfé, sem staðið hafði alveg inni frá nýjári.
2. maí var komin góð jörð, en þá kólnaði aftur og mátti gefa sauðfé
mikið, en hross voru létt á fóðrum. Þó sleppti ég ekki mínum hross-
um fyrr en 18. maí. Ánum sleppti ég jafnóðum og þær báru og öllu
ié sleppti ég 26. maí.
Eg hafði næg hey, en víða varð mjög heytæpt og sums staðar
heylaust, þar sem venjulega var treyst á beit. Hefði ekki verið hægt
að fá nægan mat, hefði orðið fellir. Þó var sumarið 1915 ágætt, hvað
þurrka og nýtingu á heyjum snerti, en spretta var fremur léleg,
þurrkarnir voru of miklir. Var talið að heyjazt hefði í meðallagi.
Töldu elztu menn sig ekki muna annan eins snjó, eins og 1916,
og er sennilegt að ekki hafi komið annar eins snjór síðan 1859. Þann
snjóavetur mundi faðir minn, sem var fæddur 1844 og þá á 15. ári.
Hann sagði að þá hefði, á sumardaginn fyrsta, verið líðandi halli af
burstunum á bænum í Miðhópi og fram á hlaðið. Þann snjó tók
allan upp af sólbráð, en gjörði aldrei hláku, og taldi faðir minn það
happ. Heyrði ég föður minn og Benedikt Blöndal í Hvammi í
Vatnsdal tala um snjóalög veturinn 1859, og sagðist Benedikt þá
hafa riðið yfir Vatnsdalsrétt og ekkert séð fyrir henni. Sama sagði
Sveinn Kristófersson, bóndi í Enni. Hann sagði að þann vetur hefði
verið svo mikill skafl í Blöndugljúfrunum sunnan Ennis, að slétt
hefði verið — eða lítill halli — af Ámundarkinnarhorninu og út í
Hrútey og hefði sauðunum verið beitt í Hrútey. Þeir sem þarna
þekkja til geta gizkað á hve þykkur sá skafl hafi verið. En sá mikli
munur var á snjónum 1916 og 1859, að 1859 var allur snjórinn harð-
fenni, en 1916 var allt laus lognsnjór.
Ég ætlaði að segja frá ferð minni til Skagafjarðar þennan vetur
og fannst að hún mundi skiljast betur, ef menn þekktu snjóalög þá.