Húnavaka - 01.05.1968, Side 62
60
HÚNAVAKA
Þessi ferð var farin, seinni partinn í marz. Var þá mikill lausasnjór,
en þó ekki eins og þegar verst var.
Eg ætlaði fyrst til Sauðárkróks og fór því fyrsta daginn npp að
Litla-Vatnsskarði. Þar var þá Páll Friðriksson, rnúrari. Hann var
giftur dóttur Danivals Kristjánssonar, sem lengi bjó á Vatnsskarði.
Gisti ég hjá Páli og átti ágæta nótt. Ég lagði snemma af stað næsta
morgun. Veðri var þannig farið að dimmt var í lofti og veður mjög
ótryggt. Ef hann hvessti var komin blindhríð.
Ég var á skíðum, því að ekki var viðlit annað. Hraðaði ég göngu
minni, sem mest ég mátti austur Litlavatnsskarðið og út Víðidal-
inn. Ekkert birti í lofti og bjóst ég við að hvessti þá og þegar. Páll
ltafði ráðlagt mér að fara yfir í Kálfárdalinn, þá Víðidal sleppti,
eða jafnvel fara upp á fjallið fyrir ofan Gvendarstaði og Hryggi og
eftir Jrví ofan að Skollatungu, því að Kambarnir, sem víða eru snar-
brattir og sums staðar einstigi, mundu alveg ófærir, enda var það
venjuleg vetrarleið að fara Kálfárdalinn.
Þegar ég kom út undir Gvendarstaði, fór að gera smá vindsveipi.
Mér leizt þá ekki á blikuna að fara að keifa yfir taglið og norður í
Kálfárdal, því að þar var ég alveg ókunnugur, þó að ég vissi alla
afstöðu. Þar er fyrst þegar upp kemur flatneskja norður í Skála-
hnjúksdal og lítið til að átta sig á í hríð. Ef farið var alveg upp á
fjallið var hætta á að hrapa austur af í dimmviðri.
Ég afréð því að fylgja Gönguskarðsánni, en hún rennur frá Katt-
arhryggnum, norðan við Gvendarstaði og út fyrir Hryggi, í þröngu
klettagljúfri. Bæði þessi býli voru þá í eyði. Þegar ég kom út í gljúfr-
ið, leizt mér nú ekki á, snjór var þarna mikill og laus. Ef ég fór út af
skíðunum, sökk ég í klof og fann engan botn, enda vanséð, hvort
is var á ánni. Ég heyrði hana niða þarna undir mér, því að þarna
eru smáfossar og flúðir og áin tiltölulega djúp, því að hún rennur
Jrarna svo þröngt. Þetta gekk þó vonum framar vel, þó að nokkuð
væri þarna öldóttur snjórinn og ekki sæi nema upp í himininn, sem
enn þá var kafþykkur. Ég var að hugsa um, hvort ég mundi kafna,
ef hann hvessti, því að gljúfrið var svo þröngt, að ég náði nærri í
klettana sinn hvoru megin. Ekki veit ég hvað þetta gil er djúpt, en
mér sýndist Jrað mundi vera fleiri mannhæðir.
Þegar kemur út urn Hryggi, kemur á sunnan úr Staðarfjöllum,
sem kölluð er Ranghalaá. Hún rennur líka í gljúfri, þar sem hún
kemur í Gönguskarðsá. Þessi Ranghalaá myndast aðallega af Jrrem-