Húnavaka - 01.05.1968, Síða 63
HÚNAVAKA
61
ur lækjum, sem ég gat gert ráð fyrir að væru kaldavermslisvatn. Ég
var því hræddur við ármótin og hélt mig alveg upp við klettavegg-
inn, sem fjarst var Ranghalaánni. Allt gekk þetta vel. Þegar kemur
út fyrir ármótin, fer gilið að lækka og breikka og þegar ég kom út
undir Skollatungu, fór ég upp úr gilinu og heim að Tungu, til þess
að fá mér að drekka. Veitti mér ekki af því. Svitinn hafði bogað af
mér alla leiðina. Þegar ég fór frá Tungu, fór að greiða til í lofti og
þegar ég kom ofan á Sauðárkrók var komið sólskin. Ég mætti Guðna
A. Jónssyni frá Gunnfríðarstöðum á götu. Hann var þar að læra úr-
smíði. „Hvað er að sjá þig, maður. Það er eins og þú hafir dottið í
Gönguskarðsá," sagði Guðni. Jakkinn var þá alveg blautur á bak-
inu. Ég fór heim með Guðna og fékk þurr nærföt og var heldur
íeginn. Næsta dag var ég um kyrrt á Sauðárkróki. Daginn þar eftir
var ég samferða pósti, fram að Víðimýri, í hríðarveðri. Við komum
að Reynistað og fengum þar ágætar viðtökur eins og venja var. Frá
Víðimýri fékk ég fylgd þar til ég sá Álfgeirsvelli. Þar bjó Ólafur
Briem og Halldóra Pétursdóttir. Átti ég þar ágæta nótt, þó var
nokkuð kalt, því að þar var ekki upphitun, nenra olíuofn.
Næsta dag var enn hríðarveður og fór ég þá vestur yfir Stóravatns-
skarð. Kom ég sunnar niður en ég hafði ætlað mér. Ég setti vel á
mig vindstöðuna og þóttist halda sömu stefnu vestur. Ég kom að
Botnastöðum og fékk þar beztu viðtökur. Ég fór að segja Gunnari
bónda á Botnastöðum frá því að ég hefði komið sunnar niður, en
ég ætlaði mér, eftir veðurstöðunni. Svo fer öllum, sem ekki þekkja
það. Þegar kemur vestur fyrir Vatnshlíðarhnjúk, breytir alltaf um
vindstöðu.
Um kvöldið gekk ég heim og gekk Gunnar með mér út í Æsu-
staðaskriðu, og þótti mér mikil skemmtun að ræða við hann. Náði
ég háttum heima.