Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 65
HÚNAVAKA
65
stöðva hann, þó að við vildum. Við erum, svo að segja, áhorfendur
að því, að hann er að skola mörgu verðmætu með sér. Við þurfum
að reyna að hrifsa sem mest frá honum, áður en hann ber það úr
augsýn.
Þó að þetta megi teljast líkingamál, felst þó í því raunveruleiki.
Eftir því sem tíminn líður, glatast æ meiri fróðleikur, sem komandi
kynslóðum þætti vafalaust fengur að. Við þurfum að hjálpast að
því, lesari góður, að bjarga eins miklu af slíkum fróðleik, eins og
okkur er framast unnt.
Mér kom til hugar að hafa fyrirsögnina á þessari stuttu grein
minni þannig, að hún gæfi fleirum en mér tækifæri til að fela und-
ir henni ýmiskonar fróðleik frá liðnum öldum, bæði um menn og
málefni. Tel ég hana þannig nokkurs konar upphafsorð að áfram
haldandi fróðleiksmolum, sem birtir yrðu í HÚNAVÖKU. Grein
mín yrði þá frumvaki fræðasafns af líku tagi.
Að þessu sinni hefi ég valið mér að viðfangsefni stutt yfirlit yfir
Blöndudalshólaprestakall, en það stóð um aldaraðir, allt til ársins
1880. Mestur hluti greinarinnar verður að sjálfsögðu prestatalið og
nokkrar upplýsingar um þá presta, sem sagnir eru af með nokkurn
veginn óyggjandi vissu. En það er nú svo, lesari góður, að þegar við
tökum okkur fyrir hendur að leiða fram á svið nútímans æviatriði
og starfssögu löngu liðinna manna, verður okkur ljóst, að þar verð-
ur aðeins um svipleiftur að ræða. Sú lífi og skyni gædda vera, sem
lifði og starfaði í önn atburðanna, verður í flestum tilvikum aðeins
lífvana skynmynd. Nöfn og nokkrar tölur nægja aldrei til þess að
móta fullkomna ævisögu athafnamannsins. Jafnvel þótt við eigum
þess kost, að skjóta inn milli talnanna einstökum atvikum úr lífi
mannsins, tekst okkur aldrei að gæða frásögnina því lífi, að maður-
inn geti, svo að segja, gengið fram á sjónarsviðið.
En við skulum sem flest leggja fram krafta okkar og grípa frá
streymandi tímanum sem mestan fróðleik frá fyrri öldum, sem
snerta sýsluna okkar.
Með þetta í huga geng ég svo á vit liðinna alda.
Prestakallið.
Blöndudalshólar voru einnig kallaðir Hólar í Blöndudal. Þar var
um margra alda skeið prestssetur. Eins og að líkum lætur, eru nokkr-