Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 66
64
HÚNAVAKA
ar heimildir um prestakallið og einstaka presta, sem þar hafa verið.
í Blöndudalshólum var kirkja, sem helguð var með Guði hinum
heilaga Jóhannesi babtista (skírara). í máldaga segir svo, að þar
skuli prestur vera.
Annexían var Holtastaðir (í Holtum, segir í Pétursmáldaga). Á
Holtastöðum var kirkja hins heilaga Nikulásar. Þar var þá „tveggja
presta skyld“, og fylgdi hálfkirkja að (Geita-) Skarði og tvö bænhús.
2. janúar 1360 selur Jón Eiríksson skalli biskup á Hólum Brandi
bónda Ásgrímssyni og Guðnýju Sólmundardóttur konu hans jörð-
ina Holtastaði fyrir jörðina Flugumýri. — 1. nóvember 1397 selur
Einar prestur Þorvarðsson Ingiríði Þórðardóttur jörðina Holtastaði
í Langadal „með gögnum og gæðum“ fyrir lausafé. — Holtastaðir
hafa aldrei verið „staður“ að því er bezt er vitað, heldur jafnan
bændaeign.
Á Gunnsteinsstöðum var kirkja helguð með Guði hinurn heilaga
Ólafi konungi. — 1471 var prestur þar. Þar var kirkja fram á 18.
öld. — Við úttekt á Gunnsteinsstöðum 2. júní 1733, er kirkjan tal-
in fyrst húsa, en orðin hrörleg.
Á Geitaskarði í Langadal var komin hálfkirkja fyrir 1318 og lá
undir Holtastaði. Hún var helguð Jóhannesi babtista.
í Engihlíð í Langadal var hálfkirkja fyrir 1360 og lá til Holta-
staða. Hún var enn 1394.
Á Breiðavaði í Langadal var hálfkirkja fyrir 1394 og lá til Holta-
staða.
Á Auðólfsstöðum í Langadal var hálfkirkja 1378.
Á Eyvindarstöðum í Blöndudal var komin kirkja fyrir 1453.
í Tungu (Finnstungu) í Blöndudal var hálfkirkja „vel standandi“
1486.
í sóknarlýsingu frá 1839 segir m. a.:
„Kirkjustaðir eru: Blöndudalshólar, prestssetrið, og Holtastaðir,
annexían, en messað er á kirkjum þessum til helminga. Bænhús hef-
ur verið á Gunnsteinsstöðum, og sér enn glögg merki fyrir kirkju-
garðinum. . . . Blöndudalshólakirkja á eitt 10 hndr. kot, Björg, úti
á Skaga, og lítinn landsreit vestan Blöndu. . . . Holtastaðakirkja á
þessar jarðir: Hvamm í Langadal, 20 hndr., Kirkjuskarð í Laxárdal,
12 hndr., hálfan Kagaðarhól á Ásum, 10 hndr., Hamrakot þar, 10
hndr., alls 52 hndr. í fasteign, og í rekum 1/16 part úr svonefndum
Spákonuarfi á Skaga."