Húnavaka - 01.05.1968, Side 68
66
HÚNAVAKA
finnur Hallfreðarson selur Nikulási ívarssyni jörðina Ytri-Löngu-
mýri í Húnavatnsþingi, fyrir lausafé og tilgreinir landamerki.
Jón Hafliðason, 1482—1488. Hann er hvergi talinn meðal presta
Blöndudalshóla, en mjög líklegt að hann hafi verið þar eða á Holta-
stöðum. 4. ágúst 1482 á Móbergi í Langadal er Jón prestur Hafliða-
son viðstaddur, þegar Benedikt Magnússon lykur Ingibjörgu Þor-
valdsdóttur konu sinni mála hennar og er þar í Vík og Hóll í Reyni-
staðaþingum. 19. nóvember 1488 á fGeita-) Skarði í Langadal er
séra Jón Hafliðason vottur að því, þegar Helga Þorleifsdóttir gefur
Agli Grímssyni í tíundargjöf sína jörðina Brún í Svartárdal til ævin-
legrar eignar.
Jón Gislason, 1585— (um) 1604. Jón prestur Gíslason í Húna-
vatnssýslu fær tillag af kóngsins ölmusu 1586, 3 ríkisdali og 12 ál.,
og 1589 50 álnir. — Ef til vill er séra Jón Gíslason, sem hvarf af al-
þingi, þegar hann ætlaði til Bessastaða 1621. Fannst presturinn
ekki, en hestur hans fannst.
Magnús, 1602. Hann er nefndur prestur í Bliindudalshólum og
fékk ölmusu 1602.
Bjarni Ólafsson (um) 1604—1629. Prestur að Munkaþverárklaustri
1599—1604, en tekur þá Blöndudalshóla, þar sem hann er sennilega,
þangað til hann tekur Hjaltabakka 1629. 20. maí 1611 leggur Guð-
brandur biskup fyrir hann að þjóna Bólstaðarhlíðarkirkju, vegna
óvildar séra Brynjólfs Árnasonar á Bergsstöðum og séra Jóns Ein-
arssonar í Bólstaðarhlíð, meðan sú óvild héldist.
Sumarliði Einarsson, (fyrir) 1628—1658. Sonur Einars bónda í
Víðidalstungu. Vígðist 1601 og fékk þá Hof á Skagaströnd. 1628 er
hann í Blöndudalshólum og fær ölmusupeninga. 1631 var hann í
festaröli séra Gísla Brynjólfssonar á Bergsstöðum, og 1642 var hann
á prestastefnu á Flugumýri. 1649 er hann á Giljár prestastefnu og
undirskrifar þar með eigin hendi, þegar kosnir voru menn til að
vinna hyllingareiðana á alþingi. — 1656 var hann í áreið með Hall-
grími prófasti að skoða spjöll á Bergsstaðalandi. 1655 tók hann
kapellán séra Þorleif Ólafsson, Finnstungu. í annál Þorláks Markús-
sonar er hann talinn deyja 1658, 81 árs.
1. kona hans var Valdís, dóttir Guðmundar Gíslasonar í Finns-
tungu og Guðrúnar Egilsdóttur hins fyrra frá Geitaskarði, Jónsson-
ar. Þau áttu saman 2 sonu, sem báðir drukknuðu í Blöndu.
2. kona Karítas Þorvarðardóttir í Þykkvaskógi.