Húnavaka - 01.05.1968, Page 69
HÚNAVAKA
67
Þorleifur Ólafsson, 1658—1088. Sonur Ólafs bónda í Finnstungu.
Hann var vígður á jólaföstu 1655 af Þorláki biskupi Skúlasyni, og
var annar tveggja presta, sem hann vígði síðast. Þá varð hann að-
stoðarprestur séra Sumarliða á Blöndudalshólum, en fékk brauðið
26. maí 1668. — Dó í október 1688. Hann var hið mesta karlmenni
og mikilhæfur. Var fjöllærður. — Kona hans var Þórunn Karlsdótt-
ir, Þormóðssonar, Kortssonar hins danska, Lýðssonar.
Gisli Bjarnason, 1689—1712. Sonur séra Bjarna Gíslasonar í Garði
í Kelduhverfi. Var „skikkaður og vígður“ af Gísla biskupi Þorláks-
syni á Hólum 16. maí 1669 til Grímseyjar. Er allvíða prestur, þar
til að hann fær Blöndudalshóla 1689. Björn biskup Þorleifsson
vísiteraði Blöndudalshóla 1700 og tók af séra Gísla 7 ára kirkju-
reikninga, en skipaði honum jafnframt að endurbæta kirkjuna. F.n
Jtegar biskupinn vísiteraði aftur 1709 var það ógert. — Séra Gísli
dó í Blöndudalshólum í desember 1712.
Kona hans var Steinunn Þorvaldsdóttir, Skúlasonar frá Eiríks-
stöðum.
Jón Bjarnason, 1712—1746. Hann var sonur Björns lögréttumanns
á Heynesi á Akranesi, Sigurðssonar. Séra Jón var vígður af Steini
biskupi Jónssyni á Hólum 1. okt. 1713. Hann bjó á Holtastöðum,
eignarjörð sinni. — 24. nóv. 1737 kallar hann, vegna vaxandi las-
leika, sér fyrir aðstoðarprest Jón stúdent Auðunarson og fær honum
til ábýlis prestssetrið Blöndudalshóla. Séra Jón varð bráðkvaddur
Ivrir bæjardyrum sínum á Holtastöðum 1746. Hann var lítill vexti,
harðger og hraustur. Olærður var hann talinn og hirðulaus í
embætti. — Kona hans var Þuríður Einarsdóttir frá Hraunum í
Fljótum.
Jón Auðunarson, 1738—1742. Vígðist 15. maí 1738 aðstoðarprest-
ur séra Jóns Bjarnasonar. Fékk Bergsstaði 1742 og var þar til ævi-
loka 15. jan. 1782. — Kona hans var Helga Illugadóttir á Finnsstöð-
um á Skagaströnd.
Jón Jónsson, 1746—1754. Vígðist 27. janúar 1743 aðstoðarprestur
séra Jóns Bjarnasonar að Blöndudalshólum, fékk það prestakall
1746 og var þar til 1754 að hann fékk Upsir í skiptum við séra Ás-
tnund Pálsson. — Kona hans var Kristín ísleifsdóttir í Hvammi í
Vatnsdal, Bjarnasonar.
Ásmundur Pálssoti, 1754—1772. Fékk Blöndudalshóla 16. nóv.
1754 og er vígður þangað af Gísla biskupi Magnússyni á Hólum.