Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1968, Page 70

Húnavaka - 01.05.1968, Page 70
68 HÚNAVAKA Fékk Auðkúlu 18. nóv. 1772, fluttist þangað (frá Auðólfsstöðum) vorið 1773 og var þar til dauðadags. — Hann var talinn allvel gáfað- ur, stilltur og gætinn, en þó fjörmaður, nokkuð hagorður, ekki mikill búsýslumaður. — Kona hans var Helga Jónsdóttir lögréttu- manns að Öxnakeldu, Ólafssonar. Benedikt Árnason, 1772—1782. Vígðist 24. júní 1767 aðstoðar- prestur séra Þorvarðs Bárðarsonar að Felli í Sléttuhlíð. Fékk Blöndu- dalshóla 1772 og var þar 10 ár, en fór svo að Bergsstöðum. — Hann var talinn hafa liprar gáfur, góður kennimaður, andríkur og mál- snjall, góður skrifari, búmaður sæmilegur. — Kona hans var Vil- borg Högnadóttir á Þorbrandsstöðum, Eiríkssonar. Auðun Jónsson, 1782—1807. Vígður aðstoðarprestur til föður síns séra Jóns Auðunarsonar á Bergsstöðum af Gísla biskupi Magnús- syni á Hólum 26. febrúar 1775. Fékk Blöndudalshóla 28. maí 1782. Þar var hann prestur til dauðadags 7. febrúar 1807. Hafði þá lengi verið veikur. — Var meðalmaður á hæð, nokkuð grannvaxinn, bjart- ur á hár, ljósleitur í andliti. Söngmaður góður. Góðgerðasamur eftir efnum. Eljunar- og hirtnimaður. Var yfirleitt fátækur, enda ómegð mikil, þar sem börnin voru 12. — Kona hans var Halldóra Jónsdótt- ir, prests að Auðkúlu, Björnssonar. Ólafur Tómasson, 1807—1834. Fékk Blöndudalshóla 29. apríl 1807, en hafði verið vígður 3. apríl sama ár. í Blöndudalshólum var hann til æviloka. — Góður kennimaður og söngmaður, starfsmaður mikill og breytinn í búnaðarháttum, og af því talinn sérvitur, ljúf- menni og vel látinn. — Kona hans var Helga Sveinsdóttir að Bægisá syðri, Halldórssonar (þau systkinabörn), ekkja Jóns Árnasonar á Stóru-Giljá, og settist hann þar í gott bú. En efnin gengu all-mjög til þurrðar í harðindunum um aldamótin. Sveinn Níelsson, 1835—1843. Fékk Blöndudalshóla vorið 1835 og sat þar unz hann 1843 fluttist að Staðarbakka. Hann dó í Reykja- vík 17. janúar 1881. Hann var talinn meðal hinna merkustu kenni- manna landsins, enda bæði lærdómsmaður og listfengur. — Til er eftir hann sóknarlýsing Blöndudalshólaprestakalls frá 1839, sem ber vandvirkni höfundarins ágætt vitni. — 1. kona hans var Guðný Jónsdóttir. 2. kona: Guðrún Jónsdóttir prófasts Péturssonar í Steinnesi. Þorlákur Stefánsson, 1844—1859. Fékk Blöndudalshóla 29. janúar 1844, bjó þar fyrst, en frá 1851 á Auðólfsstöðum í Langadal. Fékk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.