Húnavaka - 01.05.1968, Page 70
68
HÚNAVAKA
Fékk Auðkúlu 18. nóv. 1772, fluttist þangað (frá Auðólfsstöðum)
vorið 1773 og var þar til dauðadags. — Hann var talinn allvel gáfað-
ur, stilltur og gætinn, en þó fjörmaður, nokkuð hagorður, ekki
mikill búsýslumaður. — Kona hans var Helga Jónsdóttir lögréttu-
manns að Öxnakeldu, Ólafssonar.
Benedikt Árnason, 1772—1782. Vígðist 24. júní 1767 aðstoðar-
prestur séra Þorvarðs Bárðarsonar að Felli í Sléttuhlíð. Fékk Blöndu-
dalshóla 1772 og var þar 10 ár, en fór svo að Bergsstöðum. — Hann
var talinn hafa liprar gáfur, góður kennimaður, andríkur og mál-
snjall, góður skrifari, búmaður sæmilegur. — Kona hans var Vil-
borg Högnadóttir á Þorbrandsstöðum, Eiríkssonar.
Auðun Jónsson, 1782—1807. Vígður aðstoðarprestur til föður síns
séra Jóns Auðunarsonar á Bergsstöðum af Gísla biskupi Magnús-
syni á Hólum 26. febrúar 1775. Fékk Blöndudalshóla 28. maí 1782.
Þar var hann prestur til dauðadags 7. febrúar 1807. Hafði þá lengi
verið veikur. — Var meðalmaður á hæð, nokkuð grannvaxinn, bjart-
ur á hár, ljósleitur í andliti. Söngmaður góður. Góðgerðasamur eftir
efnum. Eljunar- og hirtnimaður. Var yfirleitt fátækur, enda ómegð
mikil, þar sem börnin voru 12. — Kona hans var Halldóra Jónsdótt-
ir, prests að Auðkúlu, Björnssonar.
Ólafur Tómasson, 1807—1834. Fékk Blöndudalshóla 29. apríl
1807, en hafði verið vígður 3. apríl sama ár. í Blöndudalshólum var
hann til æviloka. — Góður kennimaður og söngmaður, starfsmaður
mikill og breytinn í búnaðarháttum, og af því talinn sérvitur, ljúf-
menni og vel látinn. — Kona hans var Helga Sveinsdóttir að Bægisá
syðri, Halldórssonar (þau systkinabörn), ekkja Jóns Árnasonar á
Stóru-Giljá, og settist hann þar í gott bú. En efnin gengu all-mjög
til þurrðar í harðindunum um aldamótin.
Sveinn Níelsson, 1835—1843. Fékk Blöndudalshóla vorið 1835 og
sat þar unz hann 1843 fluttist að Staðarbakka. Hann dó í Reykja-
vík 17. janúar 1881. Hann var talinn meðal hinna merkustu kenni-
manna landsins, enda bæði lærdómsmaður og listfengur. — Til er
eftir hann sóknarlýsing Blöndudalshólaprestakalls frá 1839, sem ber
vandvirkni höfundarins ágætt vitni. — 1. kona hans var Guðný
Jónsdóttir. 2. kona: Guðrún Jónsdóttir prófasts Péturssonar í
Steinnesi.
Þorlákur Stefánsson, 1844—1859. Fékk Blöndudalshóla 29. janúar
1844, bjó þar fyrst, en frá 1851 á Auðólfsstöðum í Langadal. Fékk